Menntamál - 01.02.1927, Side 9

Menntamál - 01.02.1927, Side 9
MENTAMÁL 57 nauðsynlegt er, aS þekkja eölislög málsins og nota þau senr grundvöll stafsetningar. Annars fer alt á ringulreiS. íslenzkan er í hættu stödd. Hún hefir a'ö vísu auögast aö nýjurn oröum yfir nýjar hugmyndir, eftir því sem menningin geröist margþættari. En jafnhliöa kennir hnignunar. Rangar orömyndir vaöa uppi i mæltu máli og rituðu og skaðskennna tunguna fyrr en varir, sje þeim gefinn taumurinn laus. Ýmsir þeirra manna, er málfræði kenna nú, virðast gefa of mikið. eftir í þessum efnum og veita með því þegnrjett í ríki íslenzk- unnar ýmsurn oröskrípum sem skapast liafa á vörum fávísra flóna. Slík eftirgefni er háskaleg, og verður hið fyrsta aö víkja fyrir lögmálsbundinni kenslu. En hjer gerist fleira en þetta, og fleira en það, sem Þor- bergur Þóröarson færir sem dæmi um eftirgefni i grein sinni ,,Nýtt skilningarvit“ i Alþýðublaðnu 15. des. 1926. „Móður- rnálið rnitt góða, hið mjúka og- ríka“ er að rnissa hrynjandi sína, — dýrasta skartið af tignarskrúða sínum. Og hvað veld- ur? Skortur kröfuharðrar, lögmálsbundinnar kenslu, fátiðari og hraflkendari lestur fornsagna en áður, og fráhvarf hinna föstu, dýru hátta í ljóðagerðinni. Nú þykjast þeir miklir menn, sem yrkja „kvæði í óbundnu máli“. Og stuðlar og höfuðstafir íslenzkrar ljóðagerðar eru í augunr rnargra nú fánýtt glingur. O, sancta simplicitas! Af því að aðrar þjóöir hafa týnt þess- um kjörgripum, ættu íslendingar að gera þaö líka, segja þessir menn, -—- i verki að minsta kosti. — Hjer er um alvörumál að tefla. Hjer á að treysta og styrkja helzta menningarvígi hinnar íslenzku þjóðar. Þökk sje yður, þjer Vökuinenn! Þjer ætlið að verja þann stofn, er fegurstar greinar ber meðal germanskra þjóða. Til þess þarf samvinnu manna um land alt. En rnestu skiftir, að skólarnir snúist hjer á rjetta sveif. Þaðan eiga að streyma þær meginlindir, er vökva og næra stofninn. Ben. Björnsson.

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.