Menntamál - 01.02.1927, Side 23

Menntamál - 01.02.1927, Side 23
MENTAMÁL 71 og margt til a‘ð athuga. Kennarinn hjálpar, þegar þekking þrýtur. Jurtir eru pressaöar og ritgeröir stundar um skóggöng- una. Kostur þessa er m. a., aö það byggist mikið á beinu starfi barnsins, og eigin athugun, skynfærin skerpast og heilbrigö- ur áhugi vaknar til aö halda áfram heima. Tilgangurinn með slíkri kenslu. er aö uppala börnin í skólunum til skilnings á náttúrunni. Klavs Vedel haíði svona skóggöngur meö námsskeiösfólkinu á Krabbesholm í sumar. Höföu allir mikla ánægju og skemtun af því. Slík kensla hefir skilyrði til áö fullnægja viti og til- finningum. K 1 a v s V e d e 1, latínuskólakennari, talaöi einni<r um kenslu í k v n f e r ð1 i s m á l|u m í barna. skól u m (Seksualundervisning). Efni fyrirlesarans er ekki nýtt, og máske ekki álit hans og aðferðir. Kynferöismálin eru í seinni tíö mikiö rædd vanda- mál allra þjóða. En hitt mun nýnæmi, aö afbragðs náttúru- fræðiskennari, eins og K. Vedel, skýri frá skoðunum sínum og tuttugu ára reynslu í þessum mikilsverðu málum. Það er sagt, að börnin sjeu saklaus. Þau kæra sig kollótt um kynferöismál. Þau leika sjer saman án þess að taka eftir kynferðismismun. Þau striplast án þess aö blygöast sín. E11 brátt finna börnin frá þeim fullorðnu, aö þaö er eitthvaö á þeirra lxkama, sem ekki má láta sjá, og aldrei er talaö um nema nndir rós. Stóra bróður er sagt, þegar litla systir fæð- ist, að Ijósa hafi komið með hana í töskunni. En þarna væri tækifæri til aö nota forvitni barnsins til að fræða ]xað um lifs- upphaf sitt, segja satt. Börnin skeggræða hvort sem er i hjart- ans sakleysi um þetta, úti á götum sem inni, og læra þá ef til vill klúr orð af óhlutvöndum mönnnum. Bernskan líöur, án ]>ess að vita hið rjetta. Svo kemur gelgjuskeiðið, Jiegar barnið brýtur hið barnslega af sjer og klæðist i föt fullorðna mannsins. Börnin verða næm fyrir kynferðismálum og for- vitin. Blygðunin vaknar. Framkoma þeirra gagnvart öðrum breytist. Þau heimta meiri rjett til aö ákveða sjálf. Þá er

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.