Menntamál - 01.02.1946, Blaðsíða 9

Menntamál - 01.02.1946, Blaðsíða 9
MENNTAMÁL sig þekkingu, geymir hana vendilega og skilar henni aftur jafngóðri og óbrjálaðri, hvenær sem eftir er leitað, en slíkt er ekki með öllu óalgengt og ekki sízt um menn í kennarastétt. Er þeim það og vorkunnarmál og engan veg- inn sagt til lasts. En Karl Finnbogason lét sér ekki þetta nægja og er hann þó allt í senn, næmur, minnugur og mælskur. Gáfur hans eru að vísu ákaflega spurular, en hann er manna vandfýsnastur um svörin. Það mætti nærri segja, að hvert svar verði honum að tíu nýjum spurniiag- um. Og einmitt þess vegna þótti mér skemmtilegast og fróðlegast að ræða við hann og tíminn leið oft fyrr við slíkar samræður en okkur varði. Hann er einkennilega athugull og fundvís á nýjar hliðar á hveriu máli. Hann lætur sér ekki nægja að líta lauslega á það, heldur skoðar það í krók og kring. Og honum nægir ekki ytra borðið. Hann þarf líka að sjá, hvernig það er að innan. Sumir munu telja þetta ókost. Og satt er það, að nú á tímum er það yfirleitt vænlegra til frama og áhrifa að vera skjótur til ákvörðunnar, fylgja málum fram af kappi og sjá ekki og vilja ekki sjá á þeim nema eina hlið. En til þess er Karl Finnbogason allt í senn of gáfaður, of athugull og of samvizkusamur. Og guði sé lof fyrir, að hann er það. Karl Finnbogason var frábær kennari, en þó jafnframt of mikill hugsuður til þess að kennarahæfileikar hans fengju til fulls notið sín við smábarnakennslu. Ég hygg, að honum mundi hafa látið enn betur að kenna eldri og þroskaðri nemendum. Lífið hefur einhvern veginn, að mér finnst, skorið þessum fjölhæfa manni þrengri stakk og takmarkaðra starfssvið en hann átti skilið og hæfileikar hans og gáfur stóðu til. En slík dæmi eru ekki einsdæmi og allra sízt hjá fámennri og fátækri þjóð. Gullið í manns- sálinni liggur ónotað af því að atvikin grafa ekki til þess, eins og Stephan G. komst einhvern tíma að orði. Karl Finnbogason kvæntist árið 1914 Vilhelmínu Ingi- mundardóttur bónda Eiríkssonar frá Sörlastöðum í

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.