Menntamál - 01.02.1946, Blaðsíða 11

Menntamál - 01.02.1946, Blaðsíða 11
MENNTAMÁL 7 PÁLL STEFÁNSSON Á ÁSÓLFSSTÖÐUM: Heimavistarskóli °g byggðin í sveitinni (í erindi, sem Stefán Jónssori námsstjóri flutti í útvarpið 8. júní s.l., las hann upp kafla úr bréfi frá Páli Stefánssyni á Ás- ólfsstöðum. Ritstjóra Mennta- mála jiótti sá bréfkafli vel eiga heima á síðum tímaritsins, og hafa hlutaðeigendur góðfúslega leyft birtingu hans hér á eftir. Höfundurinn, Páll Stefánsson bóndi á Ásólfsstöðum f Þjórsár- dal, er nú kominn fast að sjö- tugu (f. 16. des. 1876), en trú lians á æskuna og framtíð þjóð- arinnar er óbiluð. Páll hefur lengi verið forystumaður í marg- víslegum málefnum sveitar sinn- ar og átti meðal annars mikinn jiátt í, að heimavistarskólinn í Gnúpverjahreppi var byggður.) Páll Stefánsson. Það hefur oft hvarflað um hug minn nú um skeið á þessum reikulu og hverfulu tímum, hverju Gnúpverjar muni eiga það að þakka, hvað æskulýður sveitarinnar er tiltölulega heimaelskur, miðað við það, sem á sér stað víða annars staðar. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að í ýmsum byggðarlögum þessa lands er nú svo högum háttað, að

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.