Menntamál - 01.02.1946, Blaðsíða 12

Menntamál - 01.02.1946, Blaðsíða 12
8 MENNTAMAL ungmennin halda að heiman, þegar þau eru orSin fleyg og fær til ferða, og snúa ekki til baka aftur heim, en nema land í kauptúnum og kaupstöðum, þar sem fjölmenn- ið er og fleira til skemmtunar en á flestum býlum upp til sveita. Og auðsýnt er það, hvert afhroð slíkar sveitir gjalda, sem tapa að heiman fyrir fullt og allt svo og svo miklum hluta af uppvaxandi æskulýð. Og mörg heimilin standa eftir með fáar vinnandi hendur, og þá jafnframt aðeins þær, sem þrotnar eru að fullu þreki eftir langan og erfiðan vinnudag. Þessar myndir, sem hér hefur verið brugðið upp, þekkj- ast varla hér í sveit, — í Gnúpverjahreppi. Ungmennin halda reyndar að heiman í smærri og stærri hópum til að leita sér fræðslu, eins og sjálfsagt er, en langsamlega mestur hluti þeirra hefur horfið heim aftur til foreldra, frænda og vina til þess að hlúa að heimilum sínum og gera garðinn frægan. Þetta hefur borið mjög mikinn og ánægjulegan árangur á mörgum býlum hér um slóðir. Enda er það svo, að nálega y4 bænda eru hér núna sjálf- um sér nógir með starfsfólk fyrir liðsstyrk unga fólksins, sem unir sér heima í sveitinni sinni. Og þá er ég kominn að spurningunni, sem ég vakti fyrst máls á: Hverju er þetta að þakka? Sjálfsagt er ekkert eitt atriði, sem nefna bæri sem fullnaðarsvar við þeirri spurningu. Mætti að sjálfsögðu á eitt og annað benda í því sambandi. En það, sem ég tel að orðið hafi þyngzt á metunum í þeim efnum, er það, að hér í sveit hefur að sumu leyti verið fyrr og betur búið að fræðslu barna en í ýmsum öðrum sveitarfélögum, og er það fyrst og fremst beinn árangur af því, að Gnúp- verjar urðu fyrstir til að byggja heimavistarskóla í sinni sveit. Að gefnu tilefni skal hér farið nokkrum orðum um tildrög að stofnun þessa heimavistarskóla. Árið 1921 voru í Gnúpverjahreppi 27 bændur, en 93 börn innan ferm-

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.