Menntamál - 01.02.1946, Blaðsíða 13

Menntamál - 01.02.1946, Blaðsíða 13
MENNTAMÁL 9 ingaraldui's. Þaö var því ýmsum nokkurt áhyggjuefni, hvernig sum heimilin, mjög fáliðuð að vinnandi höndum, færu að því að veita stórum barnahóp viðunandi fræðslu. Sérstaklega bar þetta oft á góma milli þeirra, er þá veittu forystu sveitarmálum. Var um margt rætt í þessu sam- bandi og ýmsar ráðagerðir uppi um það, hvað gera skyldi. En brátt varð fullt samkomulag meðal þessara manna um það, að ekkert minna dygði til úrbóta en að byggja heimavistarskóla fyrir börnin, þar sem sveitin var og er enn fremur strjálbýl. Bændur hreppsins sýndu þessu máli sérstakan skilning og velvild, því að þegar boðáð var til fundar til að ræða um þetta mál og taka endanlega ákvörðun um það, hvort ráðizt skyldi í að koma upp heimavistarskóla, voru það flestir þeirra, sem guldu tillögunni jákvæði. Þetta er því lofsverðara, þegar á það er litið, að fjárhagur bænda var á þessum tímum ekki sérstaklega rúmur. Vorið 1923 var svo hafizt handa með skólabygginguna og kennsla hafin þar um haustið. Fyrsti skólastjórinn og jafnframt fyrsti og eini kenn- arinn var ungfrú Unnur Kjartansdóttir prófasts í Hruna, Helgasonar, gáfuð stúlka, vel menntuð, stjórnsöm og skyldurækin, en ráðskona skólans varð ungfrú Guðrún Haraldsdóttir frá Hrafnkelsstöðum, frændkona Unnar og henni lík um margt. Voru þær frænkur samhentar og samtaka um það, að búa börnunum slíkt heimili í skól- anum, að á betra varð ekki kosið. Börn finna löngum, hvað að þeim snýr, enda var það svo, að þau, sem upp- haflega kviðu fyrir skólagöngunni og nýbreytni allri í þessu sambandi áður en reynt höfðu, breyttu fljótt um skoðun, er þau höfðu kynnzt skólalífinu hjá þeim frænk- um. Nú var með gleði hugsað til þess að halda af stað í skólann, og dvölin þar varð hin ánægjulegasta. Ég er þess fullviss, að gengi skólans og hinn mikli árangur af þeirri starfsemi er ekki að litlu leyti því að

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.