Menntamál - 01.02.1946, Page 15

Menntamál - 01.02.1946, Page 15
MENNTAMÁI. 11 Esperantó Viðtal við Ólaf S. Magnússon (í íebrúarhefti Menntamála 1944 var getið um bréfanám- skeið í esperantó, sem Ólafur S. Magnússon kennari hafði þá komið á fót. Nú helur ritstjóri Menntamála talið vel við eiga, að tímaritið flytti lesendum sín- um nokkru nánari fréttir af esperantó og starfsemi Ólafs á því sviði, en hann er formaður esperantófélagsins Auroro í lleykjavík. í ])ví félagi eru um 70 manns. — Ólafu” S. Magnús- son er kennari við Miðbæjar- barnaskólann í Reykjavík og Gagnfræðaskóla Reykvíkinga (Ingimarsskólann). Hann tók kennarapróf 1939, en er fædd- ur 1918). „Hvenær var það, sem þú byrjaðir á bréfanámskeiði í alþjóðamálinu esperantó?" spyr ég Ólaf S. Magnússon umsvifalaust. „Það var í ársbyrjun 1944,“ svarar hann. „Hafa margir tekið þátt í námskeiðinu?" „Um þrjú hundruð manns.“ „Hafa þeir allir lokið við námskeiðið?“ „Nei. Lausnir hafa borizt á 5—8 verkefnum nám- skeiðsins (af 16) frá allflestum þátttakendanna, en um þriðjungur þeirra hafa sent úrlausnir allra verkefnanna.“

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.