Menntamál - 01.02.1946, Blaðsíða 18

Menntamál - 01.02.1946, Blaðsíða 18
14 MENNTAMÁL þó að þeir kunni auk móðurmálsins ekkert annað mál en esperantó, ef þeir hagnýta sér aðstoð esperantó-hreyf- ingarinnar í þeim löndum, sem þeir ferðast um.“ ,,Já, ég þykist hafa nokkra reynslu fyrir því, að þetta er ekki ofmælt. En þú átt eftir fjórða atriðið?“ „Esperantó er afar mikið notað í bréfaviðskiptum, eins og þú veizt. Margir hafa gaman af að skiptast á bréfum við útlendinga, og veitir það mönnum mikla ánægju að eignast þannig vini og kunningja víðs vegar um heim og rýmkar þar að auki sjóndeildarhring þeirra og glæðir skilning þeirra á mönnum annarra þjóða. Ég er fulltrúi fyrir Alþjóða esperantó-sambandið, og þess vegna berst mér mikill fjöldi bréfa víðs vegar að úr heiminum, þar sem menn eru að biðja mig að útvega sér einhverja ís- lenzka esperantista til að skrifast á við. Bréf af þessu tagi hafa mér borizt frá Englandi, Skotlandi, íi'landi, Bandaríkjunum, Brazilíu, Argentínu, Suður-Afríku, meg- inlandi Ástralíu, Nýja-Sjálandi, Tasmaníu og nú eftir lok styrjaldarinnar frá Svíþjóð, Noregi, Danmörku, Frakk- landi, Hollandi, Sviss, Portúgal, Búlgaríu og víðar að. Ég býst við, að þú hafir svipaða sögu að segja af starfi þínu í esperantóhreyfingunni, eða er það ekki?“ „Jú, jú. Mér hefur stundum þótt það leitt að geta ekki sinnt öllum þeim beiðnum um bréfaskipti, sem mér hafa borizt.“ „Eins er um mig. Ég hef því rniður ekki tíma til að sinna öllum þessum beiðnum, enda þyrfti, ef vel ætti að vera, að koma upp skrifstofu hér á landi fyrir íslenzku esperantóhreyfinguna, bæði til að annast þessi málefni, blaða- og bókakaup íslenzkra esperantista o. s. frv. En því miður er hreyfingin hér á landi ekki nægilega öflug til þess fjárhagslega ennþá. Þess má geta, að einn félagi okkar í esperantistafélaginu Auroro, sem hefur gaman af að safna frímerkjum, hefur skipzt á bréfum og frímerkj- um við fólk úr öllum þeim löndum, sem ég taldi upp áðan,

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.