Menntamál - 01.02.1946, Blaðsíða 22

Menntamál - 01.02.1946, Blaðsíða 22
18 MENNTAMÁL JÓHANN SCHEVING: Félagsheimili kennara og vormót (Jóhann Scheving kennari í Glerárþorpi í Eyjafirði er fædcl- ur 3. maí 1888. Hann tók kenn- arapróf úr Kennaraskólanum í Flensborg vorið 1908. Síðar 'tundaði hann framhaldsnám er- lendis og hefur auk þess sótt ýmis kennaranámskeið hér inn- anlands. Fjöldi ksnnara kannast við Jóhann frá kcnnaraþingum, en þar hefur liann oft komið, einkum í seinni tíð, og vakið athygli með þátttöku sinni í umræðum. Maðurinn er hinn hressilegasti í orði og ckki myrk- ur í máli.) Barnakennarastéttin er fjölmenn stétt. Kennarar utan af landi fara oft til höfuðstaðarins. Þar eru gistihús of fá og lítil. Lenda kennarar því stundum í vandræðum með húsnæði, er þeir dvelja í Reykjavík. Ég vil með línum þessum hefja máls á því, að barna- kennarar komi sér upp félagsheimili — húsi — í Reykja- vík. Samband íslenzkra barnakennara á sjóð. sem er orð- inn um 9/10 úr milljón.1) Ekkert virðist mæla á móti því, j) Þetta er misskiluingur hjá höfundi. S.Í.B. á engan slíkan sjóð, þótt gjaldkeri þess segist gjarnan vilja óska, að það ætti hann. Höf- undur mun eiga við Lífeyrissjóð barnakennara, sem nú er á aðra

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.