Menntamál - 01.02.1946, Qupperneq 28

Menntamál - 01.02.1946, Qupperneq 28
24 MENNTAMÁL einuðu þjóða, og vitanlega er hún því líklegri til að bera árangur, sem fleiri menn skrifa undir hana. Um það segir svo í ávarpi, sem Auroro lætur fylgja yfirlýsingunni: ,,Vér drögum ekki í efa, að yður muni vera ljóst, hve mikið gagn alþjóðlegt hjálparmál, sem allar þjóðir töluðu og skildu auk móðurmálsins, myndi gera mannkyninu, en viljum benda yður á það, að því aðeins má vænta árangurs af þessari áskorun, að henni bókstaflega rigni yfir Sam- band hinna sameinuðu þjóða í milljónatali úr öllum löndum heims.“ Hér, eins og víðar, reynir á einstaklinginn, skilning hans og framtakssemi. Jafnframt þessu hefur Auroro fengið ávarp birt í blöð- unum. Er þar gerð nánari grein fyrir nauðsyn almennrar þátttöku í undirskriftunum. Félagið lætur mönnum eyðu- blöðin í té, og einnig ber að senda þau til félagsins, þegar þau hafa verið útfyllt. Utanáskrift félagsins er: Esper- antistafélagið Auroro, Poste restante, Reykjavík. „ÞaS er leikur aS læra?? Það þykir brenna við, að börn og unglingar fari rangt með vísur. Er það hið mesta mein, og þarf ekki að rök- styðja það fyrir lesendur Menntamála. Hitt er svo annað mál, hvernig á því stendur og hvað hægt er að gera til úrbóta. Eitt hið sjálfsagðasta í því efni er það, að vísur séu ekki rangfærðar og bjagaðar í bókum þeim, sem börnum eru fengnar í hendur. En út af því vill bregða, þótt ótrú- legt sé, en hvergi er líklega eins langt gengið í því og í bæklingi, sem heitir „Það er leikur að læra“. (Enginn höfundur tilgreindur, enginn útgefandi, engirin útgáfu-

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.