Menntamál - 01.02.1946, Page 36

Menntamál - 01.02.1946, Page 36
32 MENNTAMÁL BarnasJcólinn í Hafnarfirdi. Víða um land er nú mikill áhugi vakandi fyrir að koma upp nýjum skólahúsum eða endurbæta þau, sem fyrir eru. Er þess og cngin vanjtiirf, því að skortur á hentugu húsnæði hefur mjög háð skólastarfseminni á ýmsum stöðum undanfarið. Væri Menntamálum þökk á að fá fregnir af skólabyggingamálum víðs vegar um landið og gjarnan myndir af þeim skólahúsum, sem nú eru að rísa upp. Að þessu sinni birtir ritið mynd af viðbótarbyggingu við Barnaskóla Hafnar- fjarðar. Byrjað var á þeirri byggingu síðastliðið sumar, og er ráðgert, að hún — eða a. m. k. nokkur hluti hennar — verði tekinn til notk- unar næsta Iiaust. Er byggt við báða enda skólahússins, sem fyrir var, en viðbótarbyggingin nær mun lengra aftur en gamla húsið og mynd- ar þannig eins konar álmur á það. Stigar þeir og gangai> sem fyrir voru, verða einnig notaðir fyrir nýju bygginguna, og sparast við það töluvert rúm, en reyndar væri sams konar fyrirkomulag og í Mela- skólanum nýja í Reykjavík æskilegt í öllum stærri skólum: að yngri börnin hefðu inngöngudyr út af fyrir sig og aðgreindan leikviill. — A myndinni sóst viðbótarbyggingin gliiggt við báða cnda gamla liúss- ins, ófullgerð, en komin undir þak. ÚTGEFANDT: SAMBAND ÍSLENZKRA BARNAKENNARA. Útgáfustjórn: Ólafur Þ. ICristjánsson, ritstjóri, Ingimar Jóliannesson, Arngrímur Kristjánsson. PRENTSMIÐJAN ODDI H:F:

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.