Menntamál - 01.12.1946, Page 15

Menntamál - 01.12.1946, Page 15
MENNTAMÁL 149 3) Sérhverri kröfu, sem kæmi frá öðrum en skólastjórn- inni, skyldi hafnað. 4) Sérhverri kröfu um að starfa með NSUF skyldi hafnað. Ennfremur var hverjum kennara boðið að láta aldrei flekast, heldur muna, að hann ætti rétt á og mætti þess vegna krefjast að fá nauðsynlegan tíma til þess að athuga hvert mál áður en hann tæki afstöðu til þess. NSUF táknaði æskulýðsfylkingu nazista, hina svo- nefndu æskulýðsþjónustu, þar sem þátttakan átti í byrjun að vera óþvinguð, en skortur var á forystumönnum, og þess vegna vildu nazistar fá kennarana til að starfa þar. Kennarar tóku meginatriðunum fjórum með almennri ánægju. Hver sá, sem fór eftir þeim, vissi, að hann hagaði sér eins og starfsbræður hans hvarvetna í landinu. Menn lærðu atriðin utan bókar eins og trúarjátninguna og fóru eftir þeim í smáu og stóru. Við 1. atriðið hættu nazistar fljótlega, eftir að þeir höfðu gert nokkrar klaufalegar tilraunir í þá átt. Átökin urðu að sinni einkum um 2. og 3. atriði, og margur kennari missti stöðu sína í þeirri viðureign. En öllum var orðið það Ijóst, að þær grund- vallarreglur voru til, sem ekki mátti fyrir nokkurn mun brjóta, þegar mönnum hafði verið trúað fyrir að ala upp börn og unglinga. Á kennarafundum og öðrum samkom- um skólamanna var oft talað um „köllun kennarans". Hún vill oft þokast til hliðar í hinu hversdagslega skólastriti. Það er á fárra manna færi að halda sér glóandi af hug- sjónum að staðaldri. En á þessum tímum varð starfið raunverulega að köllun fyrir mörgum kennurum í Noregi. Baráttan greip hugi þeirra þeim tökum, að „sérhver mað- ur varð vígi“. Athafnir hirðarinnar1) um þessar mundir áttu einnig mikinn þátt í skapa skýrar línur. Margur kennari sá hina ófélagshæfustu og verst gefnu nemendur i) Stormsveitir Quislings kölluðu sig hirð. (Þýð.)

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.