Menntamál - 01.12.1946, Blaðsíða 27

Menntamál - 01.12.1946, Blaðsíða 27
MENNTAMÁL 161 vænta til að byrja með. En Benedikt átti þá bjartsýni, stórhug og dugnað, sem til þess útheimtist að hrinda þessu máli fram, þótt örðugleikar væru margir. Lítið mun skólinn hafa gefið í aðra hönd sam- kvæmt framansögðu, enda fyrst og fremst stofnaður til þess að efla andlega menningu héraðsins og svala að einhverju leyti fróðleiksþorsta þingeyskr- ar æsku. Benedikt varð því að vinna hörðum höndum hvert sumar til að sjá sér og sínum farborða. En veganestið, sem hann veitti nemendum sínum, var gott. Það var ekki aðeins aukin þekking í ýmsum námsgreinum, heldur fyrst og fremst ást til sögu og tungu þjóðarinnar, trúin á landið og þann kynstofn, er það byggir, og þráin til þess að reynast drengir góð- ir, jafnan reiðubúnir til að leggja hverju góðu máli lið. Skóli Benedikts hlaut þegar gott orð, og nemendur streymdu að honum úr nærliggjandi sveitum, — yfirleitt þroskaðir nemendur, er fært gátu sér í nyt og skilið við- leitni hins ágæta kennara til að auka þekkingu þeirra og manngildi. Benedikt rak skólann fyrir sjálfs sín reikning til árs- ins 1914. Þá gerðist hann skólastjóri barnaskólans í Húsa- vík. Jafnframt hélt hann þó áfram að vera skólastjóri unglingaskólans, en Húsavíkurhreppur tók við fjárreið- um skólans og sá honum fyrir húsnæði, enda hafði ungl- ingaskólinn haft aðsetur í barnaskólahúsinu eftir að það Benedikt Björnsson.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.