Menntamál - 01.12.1946, Page 30

Menntamál - 01.12.1946, Page 30
164 MENNTAMÁL því að veturinn 1917—1918 féll skólahald niður, mest vegna eldsneytisskorts. Er ráðgert, að þá brottskrái skólinn fyrstu gagnfræðingana, og verður þess afmælis væntanlega minnzt ræki- lega hér á staðnum, þegar þar að kemur. Þegar spurt er um á- rangurinn af starfi þessa skóla um 40 ára skeið, er ekki auðvelt að benda á hann í tölum, krónum eða öðrum efniskenndum hlut- um, en slíkt mun mega segja um flesta þá skóla, sem ekki kenna sérgrein- ar eða útskrifa menn til ákveðinna starfa. En víst er um það, að stofnun skólans var menningarlegt afrek á sínum tíma, þegar allar aðstæður eru metn- ar. Og óhætt er að fullyrða, að margur unglingurinn fór frá skólanum meiri og betri maður en hann kom þangað. Gætu margir þeirra tekið undir eftirfarandi ljóðlínur, en þær standa í kvæði, sem einn af nemendur Benedikts orti um_ hann látinn: Heillandi, áfeng hreif mig kennsla þín. Hugsjónaeld þinn geymdi sála mín. — Við fráfall Benedikts stofnuðu nokkrir af nemendum hans og vinum sjóð til minningar um hann. Ber sjóðurinn nafn Benedikts, og verður fé varið úr honum til að verð- launa nemendur gagnfræðaskólans fyrir sérstaklega góða frammistöðu í íslenzkum fræðum, en íslenzk saga og tunga Axel Benediktsson.

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.