Menntamál - 01.12.1946, Blaðsíða 32

Menntamál - 01.12.1946, Blaðsíða 32
166 MENNTAMÁL Nýir skólasöngvar Skólasöngva í tveim heftum hefur Ríkisútgáfa náms- bóka nýlega gefið út fyrir barnaskólana, en skortur hef- ur lengi verið á slíkri námsbók. í heftunum eru 190 ljóð, er þeir hafa safnað, söngkennararnir Friðrik Bjarnason í Hafnarfirði og Páll Halldórsson í Reykjavík. Þeir hafa einnig útbúið nótnahefti, er á við ljóðin, og er þess að vænta, að prentun þess þurfi ekki að dragast lengi, því að söngkennurum er nauðsyn að geta gengið að öllum lögunum á einum og sama stað. Ekki vill ritstjóri Mennta- mála neitt um val laganna segja, því að hann ber þar ekki skyn á, en það sér hann þó, að í heftunum er mesti fjöldi af vinsælum barnasöngvum, enda hafa þeir Friðrik og Páll mikla reynslu af því, hver lög eru við hæfi barna á hverju aldursskeiði. Hitt þykist ritstjórinn geta full- yrt, að ljóðin eru prýðilega valin sem Ijóð, þótt þau geti að sjálfsögðu ekki að öllu leyti komið í staðinn fyrir skóla- Ijóð, enda er bókinnj ætlað fyrst og fremst að vera söng- bók. En mætavel hefur safnendunum tekizt að sameina skemmtileg og falleg lög og ágæt ljóð, sem bókmennta- legur ávinningur er, að börnin kynnist og læri. Þau börn, sem lært hafa flest eða öll ljóðin í þessu söngvasafni, hafa fengið góða kynningu af mörgum ágætum kvæðum margra beztu Ijóðskálda okkar og jafnframt af nokkrum völdum sálmum. Það er því full ástæða til að ætla, að Skóla- söngvar þeirra Friðriks og Páls verði til þess að auka drjúgum kvæðanám barna og glæða áhuga þeirra fyrir ljóðum, og er hvort tveggja mikils virði. Það er gott, þegar námsbækur eru gerðar af slíkri smekkvísi og skiln- ingi á viðfangsefnunum sem þessi kver bæði. 0. Þ. K,

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.