Menntamál - 01.12.1946, Side 45
MENNTAMÁL
179
Second Jungle liook eftir hið heimskunna skáld Breta, Kipling. —
Nokkrar þessara sagna liafa áður birzt á íslenzku, sumar oftar en
einu sinni, og má af þvi marka, hverjum augum menn ltafa á þær
litið, og er það að maklegleikum, því að sögurnar allar eru hið prýði-
legasta lesefni fyrir unglinga, og reyndar fyrir liveni sem er. Og um
þýðingu Gísla á þessum sögum má segja liið sarna og um þýðingu
hans á Dýrheimum Kiplings, sem út komu í fyrra, að hún er svo
vel af hendi ieyst, að af ber. Eru þessar bækur báðar að efni, máli
og frágangi með allra beztu unglingabókum, sem hér er völ á.
Súl og regti, sögur frá Kenýu, eftir Baden-Powell skátahöfðingja.
Jón Helgason blaðamaður íslenzkaði. Snælandsútgáfan, Reykjavík.
1946. 153 bls. Verð: 30 kr. í bandi. — Allir kannast við Baden-
Powell, stofnanda skátafélaganna, en liitt vita kannske færri, að hann
var óvenjulega skemmtilegur rithöfundur, því að hann átti til kímni-
gáfu í ríkum mæli, og kemur það glögglega fram í frásögnunum í
þessari bók, og Jró ekki síður í teikningunum í henni, en þær eru
allar eftir Baden-Powell sjálfan. Sögurnar gerast allar eða flestar í
guðs grænni náttúrunni í Austur-Afríku og eru að mestu leyti um
dýr og aðra skógarbúa, lifandi og iðandi af fjöri, góðar og skemmti-
legar fyrir unglinga, einkum stráka. Þýðing' Jóns Helgasonar er lipur
og mál hans og stíll eðlilegt. Hins vegar eru prentvillur nokkuð
margar.
Pedagogisk Ársbok 1945. Forum för samverkan ntellan Nordens
lárare. Skolförlaget, Gávle. au bls. Verð: 4 kr. sænskar. í rit Jjetta
skrifa ntargir þekktir skólamenn á Norðurlöndum og aðrir áhuga-
menn um uppeldismál. Flestir þeirra eru sænskir, en þó eru þarna
greinar eftir nienn í Danmörku, Noregi og Finnlandi. Efnið er mjög
fjölbreytt. Fyrirsagnir nokkurra greina skulu teknar hér upp, valdar
af handahófi: Samstarf rnilli skóla og heimila, Fjallræðan og tíu boð-
orð guðs, Bókmenntanám í 7. bekk, Liíandi sögukennsla, Matreiðslu-
kennsla fyrir drengi, Hjálparskólar og hjálparkennsla, Norræn sam-
vinna og landafræðikennsla. Um þessar greinar og aðrar í ritinu er
það skemmst að segja, að þa:r eru hver annarri betri og vel til þess
fallnar að vekja menn til umhugsunar um rnörg aðkallandi atriði
í skólamálum, sjálfsagt ekki alltaf á þann hátt, að lesandinn sé höf-
undinum sammála um öll atriði, enda skiptir það ekki mestu rnáli,
heldur liitt, að bókin auki skilning manna á viðfangseínunum, fái
þá til að athuga þau frá fleiri hliðum en áður, ýti við áhuga þcirra
og rifji ýmislegt upp, sem þeir hafa kannske ekki leitt hug sinn að
um lengri eða skemmri tirna. Ekki sízt er þetta mikils vert, Jtegar um