Menntamál - 01.12.1946, Qupperneq 46
180
MENNTAMÁL
er að ræða svo þýðingarmikil mál fyrir framtíðina sem uppeldismálin.
eru. — Framar í þessu liefti Menntamála er birt i þýðingu ein af rit-
gerðunum í þessari bók, Baráttan um börnin í Noregi.
Fréttir
Þórarinn Eldjárn ■Kristjánsson,
kennari að Tjörn í Svarfaðardal, varð sextugur á síðastliðnu sumri
(f. 26. maí 1886). Hann lauk námi við gagnfræðaskólann á Akureyri
1905 og stundaði síðan nám við lýðliáskólann á Vossi í Noregi 1907
—1908. Kennaranámskeið sótti liann í Reykjavik 1909. Að |>ví loknu
gerðist hann kennari í Svarfaðardal og hefur verið það alla stund
síðan. Jafnframt hefur liann búið búi sínu á Tjörn og gegnt mörgum
trúnaðarstörfum í sveit sinni, meðal annars lengi verið lireppstjóri.
Jónas Jósteinsson,
yfirkennari við Auslurbæjarbarnaskólann í Reykjavík, varð fimmt-
ugur s.l. haust (f. 7. sept. 1896). Hann lauk kennaraprófi 1920, var
skólastjóri á Stokkseyri 1920—1931, en frá 1931 kennari í Reykjavík.
Jónas hefur lengi staðið framarlega í flokki í stéttarsamtökum barna-
kennara.
Kr. Júlíus Kristjánsson,
kcnnari í Rauðasandslireppi, varð fimmtugur s.l. sumar (f. 12. júlí
1896). Hann lauk námi í Hvítárbakkaskólanum 1917, gerðist kennari
í Rauðasandshreppi 1918 og hefur gegnt því starfi síðan.
Klemens Þorleifsson,
kennari við Laugarnesskólann í Reykjavík, varð fimmtugur s.l.
sumar (f. 5. júlí i8g6). Ilann lauk kennaraprófi 1922, var kennari í
Torfalækjarhrepp 1923—25, í Bólstaðarhlíðarhrepp 1925—28, í Norð-
urárdalshrepp 1929—30, í Skeiðahrepp 1930—43 og við Laugarnes-
skólann síðan 1943.