Menntamál - 01.12.1946, Side 50
184
MENNTAMÁL
ríkissjóði til skólabygginga (i/g til lieimangönguskóla og i/2 til heima-
vistarskóla) og heimild veitt til þess að færa skólaskyldu í einstökum
skólahverfum tir 10 ára aldri allt niður i 7 ár. Síðan var engin veru-
leg breyting gerð á fræðslulögunum fyrr en 1936.
10 dr
voru liðin á þessu ári síðan alþingi samþykkti fræðslulög, er lækk-
uðu skólaskyldualdur barna úr 10 árum i 7 ár, lengdu árlegan starfs-
tíma fastra barnaskóla og gerðu mögulegt að hafa fasta námsstjóra.
A sama ári (1936) voru samþykkt lög um ríkisútgáfu námsbóka til
þess að tryggja, að hvert skólaskylt barn fengi nauðsynlegar náms-
bækur.
Ritstjórinn kveður.
Þetta hefti Menntamála, hið síðasta í XIX. árgangi, kentur síðar
út en skyldi, því að prentun þess verður sýnilega ekki lokið fyrr en
seint í febrúar. Sumpart veldur dugleysi ritstjórans, sumpart annir í
prentsmiðjunni, sumpart aðrar ástæður. Árgangurinn er og nokkru
minni að efnismagni en næstu tveir árgangar á undan, en Jxi fyllilega
svo stór sem heitið var, Jregar óg tók við ritstjórn Menntamála fyrir
Jtrem árum.
Með jtessu liefti læt ég af ritstjórn Menntamála. Ritið hefur að
ýmsu verið Iakara en skyldi, enda er ekki erfiðislaust að gera það
vel úr garði til lengdar í hjáverkum frá iiðrurri störfum. Orsök Jtess,
að Jrað hefur ekki betra verið, er ekki sú, að mér hafi eigi verið ljósir
ýmsir gallar á Jrví. En lesendur Jtess hafa lítt látið mig vita um álit
sitt á efni þess. Fyrir skömmu barst mér þó ýtarlegt bréf um það frá
gömlum vini mínum. Hefði ég viljað birta úr því lengri eða skemmri
kafla, en Jtað kont of seint til Jtess. Annars verða handrit, sem lijá
mér eru og ætluð til birtingar í Menntamálum, fengin hinum nýja
ritstjóra í hendur.
Eg vil nota tækifærið til þess að Jtakka þeim, sem styrkt hafa
Mennlamál með greinum eða á annan hátt í ritstjórnartíð minni.
Jafnframt vil ég Jrakka samstarfsmönnum mínum í útgáfustjórn fyrir
misfellulaust samstarf. Og að lokum vil ég óska Menntamálum allra
heilla í framtíðinni. — Ólafur Þ. Kristjánsson.
ÚTGEFANDI: SAMBAND ÍSLENZKRA BARNAKENNARA.
Útgáfustjórn: Ólafur Þ. Kristjánsson, ritstjóri, Ingimar Jóhannesson,
Arngrímur Kristjánsson.
prentsmiðjan ODDI H.F.