Menntamál - 01.03.1952, Blaðsíða 8

Menntamál - 01.03.1952, Blaðsíða 8
2 MENNTAMÁL Réttindaskrá barnsins. Samþykkt á alþjóðamóti kennarasamtakanna í Amsterdam í ágúst 1950. 1. Barninu er rétt að vera skoðað sem barn án tillits til getnaðar (þ. c. hvort það er skilgetið eða óskilgetið), kynferðis, móðurmáls, þjóðernis, kynflokks, litarháttar, félagslegrar slöðu, trúarbragða og skoðana. 2. Barninu er rétt, að því séu fengin skiiyrði til þess að ná fuiium þroska að líkamsburðum, vitsmunum og siðferði við andrúmsioft frjálsræðis og virðuleika. 3. Barninu er rétt að njóta efnaiegs og féiagsiegs öryggis. Jafnvel áður en það er í heiminn borið, ber að vernda heilsu þess, svo sem auðið er. 4. Barninu er rétt að njóta hollrar fæðu, hæfilegra klæða og heilsu- samlegs húsakosts og ið sama skilyrða til leikja. 5. Barninu er rétt að alast upp við ástúðlegt atlæti og skilning, sem stuðlar að heiibrigðum persónuþroska. 6. Barninu er rétt að njóta friðar. Ef forráðamönnum þess er ekki auðið að tryggja því frið, ættu barnið og móðir þess fyrst allra að hljóta þá vernd og aðstoð, sem auðið er að veita eins og ævinlega, er svo stcndur á, að velferð barns er stcfnt í hættu. 7. Barninu er rétt að hljóta fræðslu, sem getur komið hæfileikum þess til heilbrigðs og auðins þroska, svo að það megi verða gagnlegur þjóð- félagsþegn. Því er þess vegna rétt að hljóta fræðslu á öllum þroska- stigum. Og sé hún eingöngu miðuð við getu barnsins. Fræðslan skal hafa það markmið að efla almenna menningu, vcra til ieiðsagnar um vandamál lifsins og lil undirbúnings lífsstarfi. 8. Barninu er rétt að njóta verndar gegn hvers konar umhirðuleysi, mis- þyrmingum og þrælkun. Ekki má þola, að það sé ráðið til starfa, sem koma í veg fyrir uppfræðslu þess, valda því heilsutjóni eða kyrkja þroska þess. 9. Hverju barni, scm haldið er iíkamlegum, andlegum eða félagslegum veilum, er rétt að hljóta sérstaka meðhöndlun, fræðslu og umhyggju, sem því hæfir. 10. Barninu er rétt að hljóta vernd gegn öllu því, sem getur orðið til þess að æsa tilfinningar þcss á þá lund, að það ali með sér ríg eða heift. Það skal alið upp í þeirri skoðun, að það komist til auðins þroska og það muni í sannleika hljóta fulla hamingju, ef það hclgi hið bezta, sem með því býr, þjónustunni við náungann í anda bræðralags og alheimsfriðar, (Þýtt úr The Seoolmaster.)

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.