Menntamál - 01.03.1952, Blaðsíða 14

Menntamál - 01.03.1952, Blaðsíða 14
8 MENNTAMÁL á þennan hátt, sagði í ritgerð: „Áður, þegar ég hafði vissa lexíu að læra, þá lærði ég aðeins hana og ekki meira. En þegar ég vinn svona, þá verð ég að reyna að læra og kunna eins mikið og mögulegt er.“ Og það bætir við: „Með því að hlusta á frásögn bekkjarsystkinanna fæ ég ýmsán fróð- leik um þeirra verkefni líka.“ Þessi stutta tilvitnun segir nokkuð. Ég held, að allar tilraunir í þessa átt séu nokkurs virði, þótt þær kunni að mistakast að einhverju leyti í fyrstu. Að lokum vil ég taka fram, að auðvitað er hægt að fara ýmsar aðrar leiðir. Hver kennari, sem vinnur að þessu af alúð, mun fljótt finna þær starfsaðferðir, er honum og nemendum hans henta bezt. Það er sannfæring mín, að slík starfsemi sem þessi sé fyllilega þess virði, að íslenzkir barnakennarar gefi henni almennt meiri gaum en verið hefur til þessa.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.