Menntamál - 01.03.1952, Blaðsíða 34

Menntamál - 01.03.1952, Blaðsíða 34
28 MENNTAMÁL geri þær ráðstafanir, sem að gagni koma. í því efni er tvennt til: í fyrsta lagi að reyna að koma í veg fyrir, að ungt fólk leiðist á glapstigu og í öðru lagi að reyna að þjarga þeim, sem hafa orðið ógæfunni að bráð. Óhætt er að full- yrða, að mjög miklu er hægt að áorka í hvorttveggja. En það er jafnvíst, að það kostar gríðarlegt átak og mikla fórn. Það krefst fjölda velmenntaðs starfsliðs, sem hefði yfir að ráða nauðsynlegum skilyrðum, og síðast en ekki sízt þyrfti það að geta stuðzt við öflugt almenningsálit, sem hefði fullan skilning á því verki, sem verið væri að vinna. Þær ráðstafanir, sem nú eru gerðar gagnvart afbrota- unglingum, eru vægast sagt gagnslitlar, ef ekki til ills eins. f grein í Nordisk tidsskrift for krimialvidenskab 4. h. 1951 er fjallað um þessi mál. Greinin er um vinnuskóla fyrir afbrotaunglinga í Noregi. Þar segir orðrétt: ,,Að sjálfsögðu verðum við að gæta fyllstu varúðar í ályktunum um þessi efni, þar eð svo margt kemur hér til greina. En í aðalatrið- um þorum vér að staðhæfa, að niðurstöður af öllum rann- sóknum síðustu tíma, að því er varðar atferði manna, eru á einu máli um það, að frelsissvipting um stundar sakir sé allt of frumstæð aðferð til að mannbæta unga afbrota- menn. Þær orsakir, sem valda því, að unglingar hneigjast til glæpa, eru svo margslungnar, að engin von er til að leið- rétta slíka afstöðu nema með aðgerðum, sem taka langan tíma.“ Væri ekki ástæða til, að við gæfum reynslunni í þessum efnum betri gaum en hingað til hefur verið gert?

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.