Menntamál - 01.03.1952, Blaðsíða 30

Menntamál - 01.03.1952, Blaðsíða 30
24 MENNTAMÁL fannst mér Frihavnskolen. Hann er einstök stofnun á öll- um Norðurlöndum. Þar er kennt sjóndöprum, vangefnum börnum. Óþarft er að ræða, hve lífsbaráttan verður oftast miður gefnum einstaklingum sárari en öðrum og keyrir þó um þverbak, ef enn bætast við líkamsgallar svo sem sjóndepra. Fyrirmynd þessa skóla er sótt suður á Frakkland. Hann er útbúinn þannig, að þakið er úr gleri og birta í skóla- stofunum miðuð við hinar sérstöku þarfir barnanna. Auk þess eru skólaborðin með sérstökum útbúnaði, svo að nem- andinn getur haft viðfangsefnin í þeirri íjarlægð, sem honum bezt hentar. Töflurnar eru grænar að lit, því að bezt hefur börnunum þá reynzt að greina það, sem á þær er ritað. í skólanum eru 85 nemendur í 7 aldursflokkum. Börnin eru rannsökuð hjá augnasérfræðingi í upphafi námsdvalarinnar og eru svo undir stöðugri handleiðslu hans, meðan þau dvelja í skólanum, foreldrunum að kostn- aðarlausu. Kennarar skólans eru sérmenntaðir til starfa síns. Þar var sannarlega ánægjulegt að sjá þessi börn að starfi og leik, óþvinguð og frjálsleg sem önnur börn. Er mikill munur á þessum börnum og þeim, sem við mætum á stundum og svipað er ástatt um, niðurlútum, feimnum og sneyddum sjálfstrausti. Ég hef hér hillzt til að minnast á það, sem okkur kom ókunnuglegast fyrir sjónir og við megum mest af læra. Á meðan á dvöl okkar í Höfn stóð, var okkur sýndur margvíslegur sómi. Varaformaður Norræna félagsins þar, Olaf Hedegard bankastjóri, bauð okkur til hádegisverðar í veizlusölum Köbenhavns Handelsbank. Skólastjórn Fredriksbergs veitti okkur ríkulega í veitingasölum dýra- garðsins. Á Strandmöllekroen sátum við boð menntamála- ráðuneytisins og stjórnaði því hr. Michelsen skrifstofu- stjóri. Þann 17. júní bauð íslenzki sendiherrann okkur heim ásamt kennurum þeim, sem við bjuggum hjá. Þann dag bauð Norræna félagið okkur í ferð um Norður-Sjá-

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.