Menntamál - 01.03.1952, Síða 13

Menntamál - 01.03.1952, Síða 13
menntamál 7 fyrsta skipti er tilhugsunin um frásögnina nokkuð kvíða- blandin, sem vonlegt er. Þá er nauðsynlegt, að kennarinn sé til uppörvunar og viðurkenni viðleitnina. Þegar ísinn hefur verið brotinn, verður gangan greiðari. Er nemend- ur venjast á að tjá sig á þennan hátt, finnst þeim það sjálf- sagður og eðlilegur hlutur og hafa gaman af. Þegar allir nemendur hafa sagt frá, tekur prófið við. Ég hef venju- lega haft 50 eða 100 spurningar í slíkum prófum. Þetta próf er svo endurtekið að nokkrum tíma liðnum og lagt fyrir í 3. sinn síðla vetrar. Það hefur komið ótvírætt í ljós, að börnin muna lengur það, sem þau læra með þessu móti, en með venjulegu lexíunámi. Ég kem þá að síðasta þættinum, er ég nefndi hér að framan, en það er ritgerð, sem nefnd er: Hvernig ég vann að viðfangsefninu. Þar segja börnin frá ýmsu skemmti- legu. Þau segja frá því, hvers vegna þau völdu þetta við- fangsefni en ekki eitthvert annað. Þau segja frá því, hvernig vinnan gekk, hvar og hvernig þau öfluðu sér fróð- leiks og svo fram eftir götunum. Þá hef ég leitazt við að gera nokkra grein fyrir því, hvernig frjáls, óbundin vinnubókagerð getur farið fram. Reynsla mín af þessari starfsemi er í stuttu máli þessi: Nemandanum veitist starfsgleði, sem aðeins fæst við skap- andi, sjálfstætt starf. Nemandinn lærir að rannsaka við- fangsefnið og vinna úr því á eigin spýtur. Kennslan er einstaklingskennsla, þar sem persónuleiki og hæfni hvers nemanda fær notið sín. Nemendurnir eru ekki allir steyptir í sama mótið, heldur getur hver nemandi unnið eftir því, sem hann hefur þroska og getu til. Nemandinn er virkur þátttakandi í kennslustundinni. Hann vinnur af eigin hvöt. Það er eftirtektarvert, hversu oft nemendur, sem vinna á þennan hátt, óska eftir að mega halda áfram starfi, þótt hringt sé út í stundahlé, og hversu þeim finnst tíminn fljótur að líða. Barnið veit meira um viðfangsefni sitt heldur en stendur í kennslubók þess. Barn, sem unnið hafði

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.