Menntamál - 01.03.1952, Blaðsíða 18

Menntamál - 01.03.1952, Blaðsíða 18
12 MENNTAMÁL finningalífi og sambúS við foreldra, systkini og félaga. Lögð var mikil áherzla á að temja nemendum að vera gagnorðir, er þeir lýstu athugunum sínum. Eigi er vandséð, að þetta er gert í því skyni, að nemend- um lærist að afla sér skilnings á eðli og atferði barna og forða þeim frá flausturslegum dómum um þau. 3. dr. Þetta ár voru einnig haldin 3 námsskeið í sálarfræði. Hið fyrsta var upprifjun og framhald af námsskeiðinu um barnið og umhverfi þess. Einstökum atriðum varðandi þetta efni voru gerð miklu rækilegri skil en áður. Fjöl- margir sérfræðingar önnuðust kennsluna. Annað náms- skeiðið fjallaði um leiki barna og allt, sem að þeim lýtur. Þriðja námsskeiðið var helgað uppeldissálarfræði þ. e. hagnýtum rannsóknum og aðferðum til leiðréttingar á ýmsum veilum t. d. málgöllum, röngu lestrar- eða skrift- arlagi, slæmri umgengni o. fl. o. fl. U. dr. Fjórða og síðasta námsárinu var eingöngu varið til beins undirbúnings undir kennslustörf. Haldin voru 4 námsskeið í sálarfræði og kennsluaðferðum. Tvö þeirra fjölluðu einvörðungu um sálfræðileg og kennslufræðileg tök á þessum kennslugreinum: móðurmáli, náttúrufræði, reikningi og félagsfræðum („Social Studies“ samsvara að nokkuru leyti átthagafræði, landafræði og sögu). Eitt námsskeiðið varðaði skipulagsatriði t. d. niður- röðun vinnunnar, aga og umgengni, færslu dagbóka o. fl. Fjórða námsskeiðið fjallaði um barnasálarfræði. 1 sam- bandi við það gerðu nemendurnir allrækilegar athuganir á börnum. Greinarhöf. lætur mikillega í ljós aðdáun sína á því, hve sálfræðileg þekking er undursamlega vel samtvinnuð hag- nýtu uppeldisstarfi í þeim kennaraskólum, sem hún heimsótti.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.