Menntamál - 01.03.1952, Blaðsíða 27

Menntamál - 01.03.1952, Blaðsíða 27
menntamál 21 HJÁLMAR ÓLAFSSON kennari: Danmerkurför íslenzkra kennara sumariÖ 1951. Því hefur oft verið fleygt, að norræn samvinna birtist fremur í fögrum orðum en gagnlegum athöfnum. Vera má, að nokkur sannleikur kunni að leynast í þeim ummæl- um. En nú ber öðru fremur brýna nauðsyn til, að við rækj- um frændsemi okkar austur um haf af meiri alúð en áður. Þar búa þeir, sem okkur eru skyldastir og líkastir um flesta hluti. Það er því dæmi um ljósan skiling á þessari þörf, er dönsku kennarasamtökin buðu 10 íslenzkum kennurum í kynnisför til Danmerkur á liðnu sumri. Stöndum við í mikilli þakkarskuld við hinn ágæta sendiherra Dana, frú Bodil Begtrup, sem átti þar frumkvæði að. Þátttakendur urðu raunar 11. Voru það eftirtaldir kennarar: Frá barnaskólum: Eiríkur Stefánsson, Reykjavík, Guðmundur Björnsson, Akureyri, Helga Einarsdóttir, Reykjavík, Jóhannes Guð- mundsson, Húsavík, Kristín Jóhannesdóttir, Skutulsfirði. Frá framhaldsskólum: Ármann Helgason, Akureyri, Einar H. Eiríksson, Vest- mannaeyjum, Guðmundur Þorláksson, Reykjavík, Gústaf Lárusson, ísafirði, Iljálmar Ólafsson, Reykjavík, Kristinn Gíslason, Reykjavík.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.