Menntamál - 01.03.1952, Blaðsíða 12

Menntamál - 01.03.1952, Blaðsíða 12
6 MENNTAMÁL klippur. Þau þurfa rúðustrikuð blöð undir línurit, hvers konar samanburðarmyndir til skýringar efninu og strikuð blöð undir ritgerðir. Það er auðvitað mjög mis- jafnt, hversu duglegir nemendur eru við þessa vinnu. Sumir eru seinvirkir, geta lítið teiknað og hafa litla skrift- arleikni. Aðrir sýna undraverða getu og hæfileika á þessu sviði, svo að þeirra vinnubækur verða hreinasta listaverk. En sjálf bókin, útlit hennar og efni, er þó ekki aðalatriðið, þótt óneitanlega sé gaman að fallegri vinnubók. Aðalat- riðið er að mínu viti það, að barnið vex að þroska og þekk- ingu við að gera sínar eigin athuganir á viðfangsefninu, að ógleymdri þeirri gleði, er starfið veitir. Það er ótalmargt, sem nemendum getur dottið í hug að taka í vinnubókina. Kennarinn þarf að fylgjast þar vel með og sjá um, að það, sem tekið er, sé á einhvern hátt í sam- bandi við verkefnið. Einnig þarf kennarinn að leitast við ab beina orku barnsins að sem frjóustu starfi. Þegar lokið er við að gera hlutfallsmyndir, teikningar, kort og því um líkt, er tekið til við að semja ritsmíð um efnið. í sam- bandi við það er reynt að kenna nemendum að nota heim- ildir, lesa sér til, skrifa niður minnisatriði og semja síðan ritsmíðina eftir því. Þegar ritsmíðin er til orðin, er samin heimildaskrá og efnisyfirlit. Forsíðumynd er teiknuð, og er hún oftast táknræn fyrir efni bókarinnar. Lausum blöðum er síðan raðað saman. Vinnubókin er þá orðin til. Þegar hér er komið, liggur næst fyrir að segja frá. Frá- sögnin er mikilvægt atriði í þessari starfsemi. Fyrst er valinn fundarstjóri. Hann stjórnar frásögninni. Sá, sem segir frá, kemur fram fyrir hópinn, hefur kort eða myndir og segir frá hinu helzta, sem hann veit um verkefni sitt. Bekkjarsystkinin sitja í sætum sínum með blað og blýant og skrifa það hjá sér, sem þau ,ætla að muna, því að þau vita, að seinna kemur prófið, og þá er spurt um ýmis- legt, er fram kom í frásögninni. Oft koma fram athuga- semdir við frásögnina, og verða þá umræður um þær. í

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.