Menntamál - 01.03.1952, Page 14

Menntamál - 01.03.1952, Page 14
8 MENNTAMÁL á þennan hátt, sagði í ritgerð: „Áður, þegar ég hafði vissa lexíu að læra, þá lærði ég aðeins hana og ekki meira. En þegar ég vinn svona, þá verð ég að reyna að læra og kunna eins mikið og mögulegt er.“ Og það bætir við: „Með því að hlusta á frásögn bekkjarsystkinanna fæ ég ýmsán fróð- leik um þeirra verkefni líka.“ Þessi stutta tilvitnun segir nokkuð. Ég held, að allar tilraunir í þessa átt séu nokkurs virði, þótt þær kunni að mistakast að einhverju leyti í fyrstu. Að lokum vil ég taka fram, að auðvitað er hægt að fara ýmsar aðrar leiðir. Hver kennari, sem vinnur að þessu af alúð, mun fljótt finna þær starfsaðferðir, er honum og nemendum hans henta bezt. Það er sannfæring mín, að slík starfsemi sem þessi sé fyllilega þess virði, að íslenzkir barnakennarar gefi henni almennt meiri gaum en verið hefur til þessa.

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.