Menntamál


Menntamál - 01.10.1952, Blaðsíða 6

Menntamál - 01.10.1952, Blaðsíða 6
76 MENNTAMÁL margra þjóða, m. a. voru þar nokkur eintök af Mennta- málum undir íslenzka fánanum. WOTP hélt sitt þing í hinu glæsilega gistihúsi Hotel d’Angleterre. Sameigin- legur fundur allra þriggja sambanda var svo haldinn fyrst í Kristjánsborgarhöll og síðan í hátíðasal háskólans. Fulltrúar á þingi FIPESO og IFTA munu hafa verið um 300, fulltrúar WOTP álíka margir. Frá stórþjóðun- um komu fjölmennar nefndir, frá hinum minnstu (ís- landi, Luxenbourg, Möltu) aðeins einn fulltrúi. ÞINGIÐ SETT. Fundir FIPESO og IFTA voru að nokkru leyti sam- eiginlegir, og var þing þeirra sett sameiginlega laugar- daginn 26. ágúst að viðstöddum kennslumálaráðherra og öðrum forustumönnum kennslumála Dana. Helztu ræðu- menn voru þessir: Formaður Kennarasambands Dan- merkur, Niels Nielsen yfirkennari, bauð fundarmenn vel- komna og lét að lokum þá ósk í ljós, að hið nýja alþjóða- samband kennara mætti rækja hlutverk sitt, það að efla lýðræði, frelsi, réttlæti, frið og mannúð. Næstur talaði Hans W. Larsen lektor, formaður móttökunefndar mennta- skólakennara, sem sá um allan undirbúning undir þingið og veitti þingmönnum alls konar aðstoð, meðan á þing- inu stóð. Hann gat þess m. a., að þegar þing FIPESO hefði síðast verið haldið í Kaupmannahöfn sumarið 1939 (ég sat það þá í fyrsta sinn), hefði þáverandi utanríkis- ráðherra, dr. Munch, óskað þess, að þingið mætti stuðla að betra skilningi og vináttu milli þjóðanna. Þá hefði að vísu heimsstyrjöld skollið á rétt á eftir, en samt kvaðst hann nú endurtaka þessa ósk frá 1939 og vera sann- færður um, að hún gæti rætzt, ef allir væru nógu sam- taka. Þá talaði formaður IFTA, Mlle Cavalier frá Frakk- landi. Hún ræddi um hlutverk samtakanna og um skyld- ur þjóðfélagsins gagnvart börnunum, hversu áríðandi það væri, að þau fengi öll kost á því að njóta hæfileika sinna

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.