Menntamál


Menntamál - 01.10.1952, Blaðsíða 26

Menntamál - 01.10.1952, Blaðsíða 26
96 MENNTAMÁL Streymandi vatn og iðandi lauf sýnir kvikmyndin með fullri fegurð. í dýrafræðikennslu er kvikmyndin ómetan- leg; þá skiljum við, þegar við sjáum vaxtarlagið og hreyf- inguna í einu. En skuggamyndin er hægari í meðförum, vélin einfald- ari. Vilji ég sjá einhvern vissan hluta kvikmyndarinnar, verð ég að renna allri filmunni í gegn. Skuggamynda- ræmunni renni ég til á nokkrum augnablikum eins og mér sýnist, og hafi ég hins vegar hverja einstaka mynd í ramma, get ég tekið hvaða mynd, sem vera skal, og sýnt. Ég get dvalið eins lengi og rólega við hverja mynd eins og ég þarf, en úr kvikmyndavélinni koma nýjar myndir oft eins og skollinn úr sauðarleggnum og trufla mitt tal. Stöðva má kvikmyndavélina að vísu, en oft hliðra menn sér hjá því. Skuggamyndavélin er miklu ódýrari. Til hennar má grípa fljótlega og nota að fullu gagni aðeins örfáar mínút- ur. Það er mikill kostur. Skuggamyndin veitir kennaran- um ágæta þjálfun í að notfæra rétt myndir til kennslu, svo að hann stendur betur að vígi að sýna kvikmyndir skil- merkilega. Að nota kvikmyndir gálauslega og skýringar- laust er að fara illa með góðan hlut. Ég rekst oft á menn, sem efast um gagnsemi skugga- myndavélarinnar, af því að fátt muni vera um góðar filmu- ræmur. En þetta er hin mesta fjarstæða. Það er til heill hafsjór af filmuræmum til kennslu, 35 mm breiðum, fram- leiddum í ýmsum löndum. Margar þeirra eru mjög góðar. Sjálfur á ég á annað hundrað filmuræmur og hef notað sumar þeirra í mörg ár. Eru um 20—40 myndir í hverri. Nemendum Kennaraskólans fellur vel að kenna með skuggamyndum, bæði landafræði og kristin fræði. Hér hef ég fyrir framan mig verðlista frá tveimur firmum, í London, „Visual Information Service" og „Com- mon Ground“. Taka þeir yfir flestar námsgreinar skól- anna, auk þess ýms önnur fróðleiksefni. Ég nefni hér nokk-

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.