Menntamál


Menntamál - 01.10.1952, Blaðsíða 7

Menntamál - 01.10.1952, Blaðsíða 7
MENNTAMÁL 77 án tillits til kynþáttar, stéttar eða trúarbragða og án þving- unar. Loks talaði formaður FIPESO, dr. Kárre, fræðslu- málastjóri sænsku menntaskólanna. Hann gat þess, að FIPESO hefði verið stofnað í Bruxelles fyrir 40 árum, og þrátt fyrir tvær heimsstyrjaldir hefði sambandið eflzt og dafnað. Það hefði um langt skeið haft samstarf við svipuð samtök, einkum við IFTA, enda færu áhugamál barnakennara og framhaldsskólakennara á ýmsum svið- um mjög saman, og því eðlilegt, að á milli þeirra tækist gott og frjósamt samstarf. — Sambandið milli barna- fræðslu og unglinga- og framhaldsfræðslu væri eitt af mestu vandamálum í skólastarfi nútímans. Hefði engin allsherjarlausn fengizt, enda fyrirkomulag harðla ólíkt í hinum ýmsu löndum. Hefði þetta mál verið rætt á þing- inu í Hyéres í fyrra og yrði um rætt á þessu þingi. Þess- ar umræður og ólíku sjónarmið, sem fram kæmu, skýrðu málið. Ekki væri ákjósanlegt, að fyrirkomulag þessara mála væri steypt í sama mót í öllum löndum, heldur væri það einmitt frjóvgandi og auðgandi fyrir menninguna, að hvert land héldi sínum séreinkennum, sem byggðust á sérstökum kjörum og aðstæðum. í þeim anda mundu FIPESO og IFTA taka höndum saman við WOTP til sam- starfs, en halda sérkennum sínum og sérstarfi. Loks þakk- aði ræðumaður dönsku stjórninni og dönsku þjóðinni fyrir þá gestrisni og velvild, sem hún hefði sýnt með því að hýsa alþjóðamót kennara tvisvar með svo stuttu millibili. Að þessum ræðum loknum var borin upp og samþykkt upptaka fjögurra landa í sambandið, en þau voru: Júgo- slavía, Malta, Tyrkland og Þýzkaland (V.-Þ.). Auk þess sendu ítalir einn áheyrnarfulltrúa (prófessor við há- skólann í Róm). DAGSKRÁ ÞINGSINS: a) Samband barnafræSslu og framlialdsfræðslu. Hér verður af eðlilegum ástæðum aðallega skýrt frá

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.