Menntamál


Menntamál - 01.10.1952, Blaðsíða 11

Menntamál - 01.10.1952, Blaðsíða 11
menntamál 81 1. að beita áhrifum sínum til þess að hjálpa félögun- um, ef erfitt er um útvegun pappírs, og, ef unnt er, hjálpa til að draga úr útgáfukostnaði, 2. að sjá um, að blöð kennarasambandanna komi undir ákvæðin um ókeypis dreifingu á tímaritum varðandi kennslu, uppeldi og vísindi. c. Alheimslcennarasamband. í nokkur ár hefur verið unnið að því að sameina öll kennarasambönd í eitt alheimssamband. Þetta hefur nú tekizt (nema ekki hafa kennarasambönd á áhrifasviðum Rússa enn fengizt til samstarfs). Ákveðið var svo að halda stofnfund þessa nýja sambands, World Confedera- tion of Organisations of the Teaching Professions (WCO- TP), í Kaupmannahöfn 1. ágúst. (Félögin FIPESO og IFTA halda þó áfram að starfa eins og áður). Um morguninn komu öll þrjú samböndin saman í salar- kynnum Kristjánsborgarhallar til þess að kjósa fulltrúa kennara allt frá Nýja Sjálandi til Kanada og íslands. Þarna mátti sjá Japana og Kóreumenn, Indverja og Indó- nesíumenn, negra frá Afríku og Haiti innan um Evrópu- menn og Ameríkumenn. Við kosningarnar var öllum skipt eftir landfræðilegum svæðum: 1) Kyrrahafssvæði, 2) N,- og S.-Ameríka, 3) Evrópa og Nálæg Austurlönd, 4) Indland—Afríka. Forseti hins nýja sambands var kjör- inn Mr. Ronald Gould frá Bretlandi, en varaforseti Sví- inn dr. Kárre (hann lætur af forsetastörfum FIPESO, en við tekur Miss Adams frá Englandi). Auk þess var kosin 7 manna stjórnarnefnd. Sama dag kl. 14,30 var svo stofnfundurinn haldinn hátíðlegur í hinum virðulega hátíðasal Hafnarháskóla (var þetta nær einstakur viðburður, því að hann er ann- ars ekki lánaður til venjulegra fundarhalda). Ræðumenn voru: Hvidberg, kennslumálaráðherra Dana, hinn ný-

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.