Menntamál


Menntamál - 01.10.1952, Blaðsíða 31

Menntamál - 01.10.1952, Blaðsíða 31
MENNTAMÁL 101 skóla, lauk prófi þaðan 1899, og síðar í kennaraskólanum í Johnstrup á Sjálandi og lauk þar kennaraprófi 1908. Ennfremur dvaldist hann sumarlangt við nám í Kennara- háskólanum í Kaupmannahöfn. Má af þessu marka, að hann hefur lagt óvenjumikla stund á að búa sig vel undir ævistarf sitt, og munu ekki margir barnakennarar á land- inu hafa verið svo vel undir starf sitt búnir á þeim tíma. Jón mun hafa haft betri not af kennaranámi sínu af þeim sökum, að hann hafði reynslu af starfinu, áður en hann settist í kennaraskóla. Farkennslu hafði hann stund- að á árunum 1899—1905. Þegar heim kom 1908, gerðist hann skólastjóri barnaskólans á Sauðárkróki. Því starfi gegndi hann til loka síðasta skólaárs. Mörgu fleira en kennslustörfum og skólastjórn hefur Jón sinnt. Hann átti sæti í hreppsnefnd Sauðárkróks 24 ár og var oddviti hennar 21 ár. Málefni kirkju og kristins dóms hafa honum verið hjartfólgin, og enn fremur hefur hann unnið ósleitlega að áhugamálum góðtemplara. Jón er tvíkvæntur. Fyrri konu sína Geirlaugu Jó- hannesdóttur gekk hann að eiga 1912. Varð þeim 10 barna auðið, sem nú eru öll uppkomin. Hann missti konu sína 1932, meðan sum barnanna voru enn í bernsku og eitt nýfætt. Árið 1940 kvæntist hann Rósu Stefánsdóttur matreiðslukennara. Hafa þau alið upp fósturdóttur. Á. H.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.