Menntamál


Menntamál - 01.10.1952, Blaðsíða 19

Menntamál - 01.10.1952, Blaðsíða 19
MENNTAMÁL 89 skilji hverjir aðra og hafi eitt sameiginlegt mál. Við þetta fækkar líka tungumálunum. Tungumál smárra ættbálka hverfa eða tvö eða fleiri slík tungumál renna saman og mynda eitt tungumál. Að vísu eru til ríki, þar sem töluð eru tvö eða fleiri tungumál jafnrétthá, en enginn skyldi halda, að slíkt fyrirkomulag sé alveg vandræðalaust. I mörgum löndum eru mállýzkur svo margar og ólíkar, að fólk úr ýmsum landshlutum skilur ekki hvert annað, en þá hefur þjóðin eitt sameiginlegt ríkismál, sem kennt er í öllum skólum og allir þegnar ríkisins verða að kunna. En nú eru samgöngur orðnar svo greiðar um heim allan eins og kunnugt er og verzlun og viðskipti þjóða í milli svo mikil og margvísleg, að mannkynið getur blátt áfram ekki lifað án þess, að fjarlægar þjóðir sitt á hvorum hnatthelmingi geti gert sig skiljanlegar hver fyrir ann- arri. Þessi stórauknu verzlunar- og alls konar menningar- viðskipti, svo að segja milli allra þjóða heims, með þeim tækjum, sem menn hafa nú yfir að ráða til slíkra hluta, þar sem eru samgöngutæki nútímans, sími, útvarp, kvik- myndir, allt þetta beinlínis hrópar á eitt sameiginlegt tungumál, sem notað sé í viðskiptum þjóða í milli. Og eins og menn vita þá er þetta tungumál til. Þetta tungumál er esperanto, sem höfundur þess, Dr. Zamenhof, gerði op- inbert fyrir 65 árum. Það hefur nú náð mikilli útbreiðslu þrátt fyrir tvær heimsstyrjaldir, sem lögðu hvor um sig stóran stein í götuna. Esperanto hefur nú gengið í gegn- um sinn reynslutíma og hefur staðizt prófið með ágætum. Það er orðið mikið bókmenntamál. Margir af gimsteinum heimsbókmenntanna fást nú á því máli. Skáldverk og jafn- vel vísindarit eru frumsamin á því á hverju ári. Fjöldi blaða og tímarita eru gefin út á því. Árlega er haldinn fjöldi þinga, þar sem esperantistar koma saman og ræða mál sín. Á hverju ári er haldið alþjóðaþing, þar sem saman koma esperantistar hvaðanæfa úr heiminum og tala sama tungumál, sem allir eiga jafnt. Og það ber ekki

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.