Menntamál


Menntamál - 01.10.1952, Side 8

Menntamál - 01.10.1952, Side 8
78 MENNTAMÁL umræðum og störfum FIPESO-þingsins, þó að reyndar fundir og störf IFTA og FIPESO væru að miklu leyti sameiginleg, eins og áður getur. Á þinginu í Hyéres í Frakklandi í fyrra hafði aðalumræðuefnið verið sam- band barnafræðslu og framhaldsfræðslu. En málið varð ekki útrætt þar og því tekið aftur upp til umræðu á þessu þingi. Því miður var tíminn alltof stuttur til vandlegra umræðna, en fulltrúar flestra landa tóku samt til máls og fleiri en einn frá stórþjóðunum. Hér er aðeins hægt að drepa stuttlega á umræðurnar. Fulltrúar Englands minntust á fræðslulögin ensku frá 1944 og afleiðingar þeirra. En samkvæmt þeim lýkur barnafræðslu við 11 ára aldur. Taka þá við þrenns konar skólar: 1) Mennta- skólar (Grammar Schools), 2) eins konar gagnfræðaskól- ar (Modern Schools) og 3) Tækniskólar (Technical Schools). Um þetta þrennt verða 11 ára börn að velja, og veldur það ýmsum erfiðleikum og vandamálum. Lang- stærsti skólaflokkurinn er „Modern Schools“, en margir foreldrar leggja hið mesta kapp á að koma börnum sínum inn í menntaskólana eða tækniskólana, þó að þau hafi ekki hæfileika til þess. Annars er við valið og skipting- una farið eftir einkunnum og upplýsingum barnaskólanna, gáfnaprófum (tests) og viðtali við foreldrana og börnin sjálf. Komið hefur til tals að stofna sérstaka skóla, þar sem séu allir þrír skólaflokkar, og fari þá valið fram þar. En margir telja, að slíkir skólar verði alltof fjölmennir. Fræðslulög SJcota eru frá 1946, óháð hinum ensku. Skipting fer líka fram við 11 ára aldur eftir „tests“, en nemendur halda áfram í sama skólahúsi. í Fralcklandi er einnig þrí-skipting: Fornmáladeild, nýju-mála deild og gagnfræðadeild og tæknideild. En erfitt hefur reynzt að koma á jafnvægi og samræmi milli þessara deilda. í A.-Þýzkalandi er samfelldur skóli (Einheitsschule) I V.-Þýzkalandi er 4 ára frumskóli eða barnaskóli, og í fram-

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.