Menntamál


Menntamál - 01.10.1952, Blaðsíða 40

Menntamál - 01.10.1952, Blaðsíða 40
110 MENNTAMÁL Frá Kennarafélagi Vestfjarða. Aðalfundur Kennarafélags Vestfjarða var haldinn á ísafirði 26. og 27. sept. s. 1. Þorsteinn Einarsson íþróttafulltrúi sótti fundinn og fiutti erindi uni íþróttir, og ræddi hann einkum um hagnýtt gildi leikfimikennslu. Einnig fiutti Þórleifur Bjarnason námstjóri crindi uin vinnuhókar- gerð í skólum og Sveinn Gunnlaugsson skólastjóri á Flateyri uni kennslukvikmyndir. Sagði hann frá margra ára reynslu sinni i ])\’i efni. Stjórn féiagsins var öll endurkosin, en hana skipa: Björgvin S. Sighvatsson, ísafirði, form., Matthías Guðmundsson, s. st., ritari og Kristján Jónsson, Hnífsdal, gjaldkeri. Helztu samþykktir, sem gerðar voru á fundinum, eru: 1. Út af reglugerð um störf fræðslumálastjóra frá 28. ágúst ]>. á. vill fundurinn taka ]>etta fram: Með reglugerð þessari er verulega skert ]>að framkvæmdavald, sem fræðslumálastjóri liefur haft á undanförnuin árum. Alitur fund- urinn það mjög óheppilegt og lýsir sig algjörlega mótfallinn því, að því nær allt veitingavald í landinu sé i höndum pólitískra ráðherra. 2. „Aðalfundur Kennarafélags Vestfjarða telur ranglátt að önnur prófverkefni séu notuð við landspróf i Reykjavík en annars staðar á iandinu og lítur fundurinn svo á, að sömu verkefni beri tvimælalaust að nota um land allt í öllum þeim námsgreinum, sem landsprófskyldar eru.“ 3. „Aðaifundur Kennarafélags Veslfjarða fagnar ])ví, að ríkisút- gáfa námshólia skuli liafa byrjað útgáfu mynda til notkunar við vinnu- hókargerð i skólum. Væntir fundurinn þess, að þessari útgáfu verði haldið áfram og stöðugt verði aukið á fjölbreytni myndanna. Jafnframt telur fundurinn nauðsynlegt, að út verði gefnar liag- kvæmar liandbækur í vinnuhókargerð fyrir kennara. Auk ])ess sé unn- ið að því, að ævinlega sé fyrir liendi nægilegt vinnuhókarefni." 4. „Aðalfundur Kennarafélags Veslfjarða lýsir ánægju sinni yfh' ])ví, að ötullega er unnið að aukningu kvikmyndasafns skólanna. Það er álit fundarins, að kvikmynda- og skuggamyndavélar séu einhver liin gagnlegustu og álirifarikustu kennslutæki, sem völ er á, og skorar fundurinn á fræðslumálastjórnina að veita skólum sem mesta aðstoð við útvegun og kaupa slíkra tækja.“

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.