Menntamál - 01.10.1952, Side 23
MENNTAMÁL
93
En nú vill svo vel til, að kennarar, sem tvímælalaust
ber öðrum stéttum fremur að vinna að framgangi þessa
máls, eru einmitt sú stétt, sem öllum öðrum stéttum frem-
ur getur stutt það til sigurs. Þeir eru margir, sem viður-
kenna réttmæti þessa máls, viðurkenna, að í rauninni væri
sjálfsagt að innleiða esperanto sem alþjóðamál, en að leggja
því lið með því að læra það, það finnst þeim ekki koma til
mála. Þeir segja: Þegar esperanto verður viðurkennt sem
alþjóðamál, þá læri ég það, en þangað til læt ég það hlut-
laust. Eða með öðrum orðum: Á þeim degi, sem þeir Stalin
og Truman ræðast við í bróðerni á esperanto um að hætta
að nota ensku og rússnesku á þingi Sameinuðu þjóðanna,
en nota bara esperanto, þá ætla þeir að byrja að læra
esperanto. En sá dagur kemur bara aldrei, ef allir hugsa
sér að bíða eftir honum. Það verða ekki æðstu menn stór-
þjóðanna, sem ganga fram fyrir skjöldu í þessu máli. Það
verður að koma neðan frá. Ef þeir, sem bannað er að
nota sín móðurmál á þingum Sameinuðu þjóðanna, hefðu
einhvern metnað, þá mundu þeir allir sameinast og heimta
að fá að nota sín móðurmál eða að esperanto væri upp
tekið sem þingmál. Eðlilegasta millistigið væri auðvitað,
að esperanto væri tekið upp jafnframt þeim málum, sem
nú eru notuð á þessum vettvangi. En sennilega dregst það
eitthvað, að fulltrúar hinna smærri þjóða fari að heimta
rétt sinn á þessu sviði. En áður en varir getur esperanto
farið að ryðja sér meira til rúms á viðskiptasviðinu. Það,
sem þarf til að hrinda þessu máli áleiðis, er, að sem flestir
læri það og noti, eftir því sem þeir hafa getu og tækifæri
til. Og þegar valdhafarnir fara að finna, að það borgar
sig að veita þessu máli athygli, þá mun ekki standa á þeim.
En það, sem hlýtur að styðja að skjótustum sigri þessa
máls, er, að esperanto komist inn í skólana. Skólarnir eru
sá vettvangur, sem ekki sízt verður að treysta á, ef esper-
anto á að sigra í náinni framtíð. Og þar sem það eru nú
einmitt kennarar, sem starfa á þessum vettvangi, þá eru