Menntamál - 01.10.1952, Qupperneq 38
108
MENNTAMÁL
verði tekin kennsla í meðferð z í barnaskólum. Að öðru leyti telur
l>ingið sig vanbúið að svara fyrirspurnum ráðuneytisins að svo stöddu,
en felur stjórn S. í. II. að gera svo viðtæka könnun, sem auðið er, á
skoðunum kennara í þessu máli og að l>ví loknu skýra ráðuneytinu frá
niðurstöðum.
Tillögur prófnefndar,
voru afgreiddar með rökstuddri dagskrá, svo hljóðandi:
Þingið sambykkir, að tillögum prófnefndar vcrði vísað lil milli])inga-
nefndar, sem starfi með slcólaráði við endurskoðun prófreglugcrðarinn-
ar. Milliþingancfndin sé skipuð námsstjórum, fræðslufulltrúa og þrem-
ur kennurum utan Reykjavikur.
í nefnd ]>essa voru kosnir:
Sigurður Eyjólfsson, Selfossi.
Einar Kr. Einarsson, Grindavik,
Olafur Magnússon, Klébergi.
Umræddar tillögur prófnefndar voru á þessa leið:
1. Þingið tclur, að árleg próf séu nauðsynleg í barnaskólunum, að
minnsta kosti í móðurmáli og reikningi, cn gjalda vcrði ])ó varhuga við
að ofmeta einkunnir sem mælikvarða á kennsluna, enda rnegi prófin
ekki leggja hömlur ó lifandi og þroskandi skólastarf.
I öðrum bókegum greinum en móðurmáli og reikningi sé heimilt að
láta vinnubækur og verklegar úrlausnir koma í stað prófverkefna með
samþykki fræðslufulltrúa eða námsstjóra.
2. Landspróf séu haldin árlega i móðurmálsgreinum og reikningi með
svipuðu sniði og undanfarin ár og nái til sömu aldursflokka með þess-
um hrcytingum:
a) Lestur. Hljóðlestrarpróf sé tekið upp aftur fyrir eldri deild harna-
skólans. Skóiunum skal séð fyrir nægilegum hjálpargögnum við
kennslu i hljóðlcstri.
b) Reikningur. Landspróf i reikningi sé sameiginlegt fyrir 0 og 12 ára
hörn. (M. h.: Landspróf sé i reikningi fyrir i) og 12 ára börn með
sérstöku verkefni fyrir hvorn aldursflokk.) BörH, scm þreyta
fullnaðarpróf í rcikningi, fái sérstök dæmi til viðbótar barna-
prófi. Verkefnin séu jafnframt árspróf eldri deildar og 8 ára barná,
cn þó sé heimilt með samþykki fræðslumálastjórnar að hafa sérstök
próf fyrir aðra aldursflokka en þá, er landspróf þreyta að lögum.
3. 8. gr. gildandi prófreglugerðar um einkunnir og fleira sé óbreytt
að öðru leyti en því, að ákvæði greinarinnar eru ekki bindandi fyrir
þau l'ræðsluhéruð, scm kynnu að nota sér heimildina um aldursflokka-
próf. (M. li.: 8. gr. sé breytt til samræmis við b-Iið 2. greinar).
4 Æskilegt væri, að fræðslumálastjórn léti öðru hvoru fara fram