Menntamál


Menntamál - 01.10.1952, Blaðsíða 17

Menntamál - 01.10.1952, Blaðsíða 17
MENNTAMÁL 87 landnám bíður sveitanna á næstu árum. Það er fyrst og fremst undir dugnaði og áhuga hvers sveitarfélags kom- ið, hvenær því verður lokið. í langflestum kauptúnum á Vesturlandi fer nú fram einhver unglingakennsla í sambandi við barnaskólana. Er það gert samkvæmt hinum nýju fræðkiulögum, þótt ekki sé hægt að fylgja ákvæðum þeirra að öllu leyti við þá kennslu. Þessi framhaldsfræðsla er að langmestu leyti bókleg, en ætti miklu fremur að vera verkleg. í sumum kauptúnaskólunum eru einungis 4—10 börn í árgangi. Það er augljóst, að svo litlum hóp er ekki hægt að skipta milli bóknáms og verknáms og eiginlega ekki hægt annað en setja tvo árganga saman í deild séu færri en tíu ungl- ingar í hvorum þeirra. Ákvæðum laganna er því ekki hægt að koma þarna við nema að nokkru leyti. Sé fram- haldskennslu haldið uppi með jafnfáa nemendur verður að sníða kennsluna eftir aðstæðum, svo að gagni komi, án þess að óhóflega sé lagt í kostnað. Annars er enn ekki búið að finna það skipulag, sem hentar fyrir unglinga- kennsluna í fámennustu skólahverfunum, en hitt er auð- séð, að þar þurfa önnur form að gilda en í kaupstöðum, þar sem nemafjöidinn leyfir hagstæða skiptingu í verk- náms- og bóknámsdeildir. Vinnubrögð munu svipuð í skólum á Vesturlandi og annars staðar gerist, þótt misjafnlega kunni að vera haldið á verki. í allri skólastarfsemi okkar gætir enn of mikils ítroðnings í stað frjálsara náms, er ætti að stuðla betur að þroska einstaklinganna. En hér átti ekki að ræða um kennsluhætti og skal því staðar numið.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.