Menntamál


Menntamál - 01.10.1952, Blaðsíða 27

Menntamál - 01.10.1952, Blaðsíða 27
MENNTAMÁL 97 ur efni: Landafræði, félagsfræði, iðnaður, vísindi og upp- finningar, heilbrigðisfræði, náttúrufræði, almenn mann- kynssaga, byggingarlist, biblíusögur, kristniboð, bók- menntir, tungumál, íþróttaleikir, stærðfræði, stjörnu- fræði, líffræði, eðlisfræði, efnafræði, flutningatæki og flutningar, skemmtimyndir fyrir smábörn, teikning. Hjá fyrrnefnda firmanu er verð filmanna allt niður í 3 shillinga, og fæstar svartar og hvítar filmur fara yfir 10 shillinga. Síðarnefnda firmað selur sínar myndir á 15 shillinga, litaðar kosta þær raunar 35 shillinga. Ekki er vandfarið með þessar filmur að neinu leyti og engin hætta á, að þær ofhitni í neinni sæmilegri vél. Ég hef athugað allmargar tegundir skuggamyndavéla erlendis, bæði vestan hafs og í Bretlandi, og ég álít, að vel hafi tekizt val þeirra véla, sem Viggó Natanaelsson hefur pantað á vegum fræðslumálaskrifstofunnar. Þær virðast allsterklega gerðar, þær sýna skýrt bæði filmuræmur og einstakar myndir í ramma, og eru ódýrar. Kershaw er nafnið. Um vélina skulu menn svo fræðast nánar hjá Viggó sjálfum. Einnig hefur hann nokkuð af skugga- myndafilmum í sínu safni. Þyrfti að vera stórt sýnishorna- safn skuggamynda í fræðslumálaskrifstofunni, sem kenn- arar gætu skoðað og pantað eftir. Mun það geta orðið, ef kennarar almennt sýna skuggamyndinni nægan áhuga. Sams konar verðlista og ég nefndi o. fl. hefur Viggó einn- ig, og vil ég hvetja kennara til að þefa í þá, þegar þeir koma í fræðslumálaskrifstofuna. Við lestur þeirra mun þeirra innri sjón opnast útsýn yfir víð svæði, sem ekki er rétt að halda lokuðum fyrir skólaæskunni. Þau eru henni augnayndi og stórkostlegur skólafróðleikur um leið.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.