Menntamál


Menntamál - 01.10.1952, Blaðsíða 22

Menntamál - 01.10.1952, Blaðsíða 22
92 MENNTAMÁL annað en glundroðann. Auðvitað mundi ekki koma til mála að taka latínu upp aftur sem alþjóðlegt mál. Til þess er hún tíu sinnum of erfið og mundi heldur ekki fullnægja kröfum tímans. Nú þurfum við bara esperanto í staðinn fyrir latínu miðaldanna. En hvað kemur þetta kennurum við? Ég kem nú einmitt að því. Sú var tíðin, að bækur voru ekki til nema skrifað- ar, og þá gátu ekki nema stórauðugir menn eignazt bók. Svo kom prentlistin til sögunnar, og þá gat fátæk alþýð- an fengið nokkurn aðgang að bókmenntum a. m. k. fremur en áður. Prentlistin minnkaði stórum þann mikla aðstöðu- mun, sem áður var til bóklegra mennta. En þessi aðstöðu- munur minnkar fyrst verulega, þegar skólaskylda er lög- boðin, og allir fá ókeypis kennslu í skólum ríkisins. Og nú munu kennarar yfirleitt vera sammála um það, að þeim beri að styðja þessa þróun, að þeim beri að styðja allt, sem miðar að því, að fátækt þurfi ekki að hamla því, að vel gefnir unglingar geti notið menntunar. Og ef yfirvöld- unum dytti í hug að afnema ókeypis kennslu fyrir alla í skólum ríkisins, þá mundu kennarar rísa gegn því sem einn maður. En ef esperanto væri tekið upp og viðurkennt sem alþjóðamál, þá mundi það einmitt minnka stórkostlega aðstöðumun til mennta, og yfirleitt aðstöðumun í kapp- hlaupinu um gæði lífsins. Það eru ekki allir, sem hafa tíma og fé til að læra mörg útlend tungumál, svo að gagni verði, en öllum þolanlega greindum mönnum mun veitast létt að læra eitt auðlært tungumál auk móðurmálsins. Og sé þetta tungumál viðurkennt og notað í öllum samskipt- um þjóða í milli, þá eru þeir, sem það kunna þar með komn- ir í snertingu við allan heiminn menningarlega. Og ef nokkurri einni stétt manna ber siðferðileg skylda til að styðja slíkt málefni öðrum stéttum fremur, þá eru það lcennarar. Hverjum ber líka skylda til þess fremur en kennurum að vinna að því að f jarlægja úr skólunum ónauð- synlegt námsefni og setja annað hagnýtara í staðinn.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.