Menntamál - 01.10.1952, Page 18
88
MENNTAMÁL
STEFÁN SIG URÐSSON kennari:
Kennarar og esperantohreyfingin.
Það má með sanni segja
að misvitur er maðurinn í
mörgu tilliti. Það kemur
fram á ýmsum sviðum. Má
þar t. d. nefna, hvernig
menn snúast við einu af
vandamálum nútímans, þ.
e. tungumálaglundroðan-
um og öllum þeim erfið-
leikum, sem hann skapar,
enda þótt hálfur sjöundi
áratugur sé liðinn, síðan
þetta vandamál var leyst á
auðveldan og sjálfsagðan
hátt.
Meðan mannkynið lifði í
smáflokkum, hver ættkvísl
út af fyrir sig, og ættkvíslin bjó alveg að sínu og þurfti
ekkert að sækja til annarra kynflokka og engin mök við þá
að hafa, nema þá til að verja sig gegn árásum af þeirra
hálfu, þá gerði ekkert til, þótt slíkir ættflokkar töluðu
hver sína tungu og skildu ekki hverjir aðra. Þó má vera,
að friðsamara hefði verið, árásirnar færri og grimmdin
minni, hefðu þessir ættbálkar getað gert sig skiljanlega
hver fyrir öðrum. En þegar að því kemur, að þessir hóp-
ar og ættkvíslir mynda stærri heildir og ríkin verða til
með sameiginlegri yfirstjórn og alls konar samskiptum
milli þegnanna, þá verður nauðsynlegt, að þegnar ríkisins