Menntamál


Menntamál - 01.10.1952, Síða 16

Menntamál - 01.10.1952, Síða 16
86 MENNTAMÁI. til skólabyggingar vegna heita vatnsins. Staðurinn hefur verið allmikið notaður til samkomuhalds undanfarin ár. Enn þá hafa Dalamenn ekki getað bundizt samtökum um að nota sér aðstæðurnar á Laugum til úrbóta í miklu vandamáli sínu. Einn barnflesti hreppur Dalasýslu hefur verið Saur- bæjarhreppur. Þar hefur verið kennari um tuttugu ára skeið frú Júlíana Eiríksdóttir. Maður hennar er Sigurður Ólafsson og búa þau á Kjarlaksvöllum í Saurbæ. Á undan- förnum árum var orðið mjög erfitt að koma farskóla sveitarinnar fyrir. Skólanefndin hafði góðan vilja á að koma upp heimavistarskóla, en ýmsir örðugleikar voru á, að fljótt yrði úr leyst. Þau hjón, Júlíana og Sigurður, byggðu þá upp á jörð sinni, Kjarlaksvöllum, og höfðu bygginguna á þann veg, að þau gætu tekið að sér skóla- hald í hreppnum, og boð þeirra um það var þegið af hreppsbúum. í byggingunni er stofa 5,75 X 3,30 m, nægi- leg kennslustofa handa þeim börnum, sem þarna dveljast í einu við nám. Þá eru þarna nægileg herbergi til heima- vistar. Aðbúð öll og umönnun er til mikillar fyrirmyndar. Bygging þeirra hjóna er mjög lofsverð og þarf nú skól- inn ekki næstu ár að vera á hrakhólum. En þó að vel hafi verið að gert, er þetta ekki endanleg lausn í skólamálum hreppsbúa. Á Kjarlaksvöllum er skólinn afskekktur, og þar er ennþá allerfitt til aðdrátta að vetri til. Þá er skól- anum einungis tryggður verustaður, meðan þau Sigurð- ur búa þar og frú Júlíana hefur kennsluna á hendi. í framtíðinni kann skólinn að verða jafnhælislaus og áður, sé honum ekki tryggt varanlegt húsnæði af réttum aðilum. Dalasýsla þarf að eignast heimavistarskóla, og vita- skuld er svo um fleiri sýslur á Vesturlandi. Mér telst svo til, að 8—9 heimavistarskóla þurfi til viðbótar við þá, sem fyrir eru, til þess að allar sveitir á námseftirlitssvæði Vesturlands hafi öruggan aðgang að skólasetri. Þetta

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.