Menntamál


Menntamál - 01.10.1952, Blaðsíða 32

Menntamál - 01.10.1952, Blaðsíða 32
102 MENNTAMÁL ARNGRÍMUR KRISTJÁNSSON skólastjóri: Heimsókn dönsku kennaranna. I vorhefti Menntamála var þess getið að nokkrir dansk- ir kennarar mundu koma hingað til lands og njóta sumar- leyfis hér í boði íslenzku kennarasamtakanna. Dönsku kennararnir 10 að tölu komu hingað með Gullfossi að morgni 16. júlí og höfðu hreppt hina ágætustu ferð. — Hinn ellefti hafði komið hingað nokkrum dögum fyrr. Danir þeir, sem þátt tóku í förinni, voru þessir: 1. Aage Th. Larsen yfirkennari Horsenbyskole, Langholt. 2. Anna Solgaard-Nielsen handavinnukennari, Kaup- mannahöfn. 3. Asbjörn Th. Kæmsgaard yfirkennari, Ladgaardskole Klovborg. 4. Eva Hasselbalch kennari, Kaupmannahöfn. 5. Erik Voigt yfirkennari, Sminge. 6. Herluf Sloth skólastjóri, Toftlund. 7. Holgeir Nerenst kennari, Kaupmannahöfn. 8. Kristbjörg Vilhjálmsson kennari, Kaupmannahöfn. (Fædd á íslandi, foreldrar íslenzkir, en fluttist til Dan- merkur á barnsaldri.) 9. Knud Larsen kennari, Örby Samsö. 10. Nils Jölst skólastjóri, Præstö. 11. P. Hansen yfirkennari, Hellevad. Eins og áður var sagt stóðu kennarasamböndin að heim- boði þessu, og nutu þau ágætrar aðstoðar og hjálpar fræðslumálastjóra, Norræna félagsins, stjórnar Sáttmála- sjóðs og stjórnar Dansk-íslenzka félagsins.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.