Menntamál


Menntamál - 01.10.1952, Blaðsíða 9

Menntamál - 01.10.1952, Blaðsíða 9
MENNTAMÁL 79 haldi af honum 9 ára eða 4 ára skóli. I barnaskólanum er síðasta hálfa mánuðinum varið til allnákvæmrar prófunar, og börnunum skipt samkvæmt því. f Sviss er við upptöku í framhaldsskóla eingöngu farið eftir inntökuprófi. Fulltrúar ýmissa annara þjóða töluðu einnig, m. a. Norðurlanda. En ekki er hægt að rekja ræður þeirra hér, en ræður þeirra verða síðar gefnar út og sendar kennara- félögum hinna ýmsu landa. Fulltrúi íslands lýsti stuttlega íslenzka skólakerfinu og þeim vandamálum, er þegar hefðu komið upp varðandi samband miðskóla og mennta- skóla og val inn í bóknámsdeild og verknámsdeild, og þá einnig, hvernig reynt væri að leysa þessi vandamál. Að umræðum loknum var eftirfarandi ályktun borin upp og samþykkt: 1. Það er skylda vor að tryggja það, að sérhvert barn, án tillits til stéttar, fjárhags, þjóðernis og kynþáttar, hljóti þá fræðslu, er stuðli bezt að því að þróa gáfur þess, hæfileika og persónuleika. 2. Sérhvert barn skal hljóta undirbúningsfræðslu, sem jafnframt því að veita því þekkingu þrói einnig hjá því athyglis- og ályktunargáfu og veiti því fyrstu æfingu í því að láta hugsanir sínar í ljós. 3. Að barnafræðslu lokinni verður að taka fullt tillit til gáfna barnsins, hæfileika og óska, þegar tekin er ákvörðun um framtíðarmenntun þess. Samkvæmt þessum gáfum, hæfileikum og óskum skal flytja barn- ið upp í ýmiss konar framhaldsskóla. Viðleitnin til þess að veita almenna æðri menntun er eðlileg afleið- ing þjóðfélagslegrar og fjárhagslegrar þróunar. 4. Flest lönd veita nú þegar almenna æðri fræðslu. í öllum hinum margbreyttu æðri skólum verður nám- ið að sjálfsögðu að byggjast á almennri menningar- legri fræðslu, er keppi að því að gera barninu fært að njóta góðs af menningararfi fyrri tíma og þjóð-

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.