Menntamál


Menntamál - 01.10.1952, Blaðsíða 12

Menntamál - 01.10.1952, Blaðsíða 12
82 MENNTAMÁL kjörni forseti Gould, fulltrúi frá UNESCO, dr. Kárre, Mlle Cavalier og loks dr. Russell, rektor Columbía-há- skólans í Bandaríkjunum. Allir ræðumenn lögðu áherzlu á, að hið nýja samband mundi efla og styrkja kennara- samtök um allan heim, mundi verða veigamikill þáttur í starfi Sameinuðu þjóðanna og mundi stuðla að því að efla frelsi, frið og skilning meðal þjóðanna. — Á eftir þágu svo fundarmenn veitingar í hliðarsalnum, og veittu þar háskólinn og menntaskólafélagið danska. SkemmtiferS, veizlur o. fl. Sunnudaginn 27. júlí fóru mörg hundruð fundarmanna skemmtiferð til Norður-Sjálands í boði kennarafélaganna dönsku. Var þessi för farin ekki aðeins til þess að sjá fagra og merka staði, heldur einnig til þess að ,,hrista“ menn betur „saman“. Þarna fá menn tækifæri til þess að hitta kunningja frá fyrri þingum og endurnýja kunn- ingskapinn og einnig að kynnast nýjum mönnum og nýj- um viðhorfum. Getur þetta stundum verið eins fróðlegt og menntandi eins og fundarhöldin sjálf. Eitt kvöldið hélt danski kennslumálaráðherrann, Flemming Hvidberg, veizlu fyrir nokkurn hluta þing- manna í hinum glæsilegu og viðhafnarmiklu veizlusölum Kristjánsborgarhallar. Þarf ekki að taka það fram, að veitt var af hinni metu rausn. (Samræðuefni ráðherrans við Islendinginn var auðvitað handritamálið!). Ýmsar aðrar minni veizlur voru haldnar, sem hér verður ekki getið. Loks var þingmönnum boðið að skoða hið fagra ráðhús Kaupmannahafnar, og fóru þar bæði fram ræðuhöld og veitingar. Mál þingsins voru enska og franska. En auk þess fékk þýzki fulltrúinn leyfi til þess að tala þýzku. (Var eftir- tektarvert að sjá, hve miklu meiri velvild honum var

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.