Menntamál


Menntamál - 01.10.1952, Blaðsíða 35

Menntamál - 01.10.1952, Blaðsíða 35
menntamál 105 Næstu daga nutu gestirnir hvíldar í Reykjavík og skoð- uðu höfuðstaðinn í fylgd með gestgjöfum sínum. Einn daginn voru þeir gestir Reykjavíkurbæjar. Jónas B. Jónsson fræðslufulltrúi dvaldi fyrir gestum allan lið- langan daginn. Hann sýndi þeim skóla og aðrar stofnanir, er þeir höfðu áhuga á, og veitti þeim í umboði Reykjavíkur- bæjar af mikilli rausn. M. a. sáu þeir dælustöðina að Reykj- um, en þar skýrði hitaveitustjórinn fyrir þeim hið mark- verðasta varðandi nýtingu og virkjun hverahitans. — Þann dag heimsóttu þeir einnig Reykjalund og þágu síðdegis- kaffi þar. Dagana 24.—26. júlí lögðu dönsku kennararnir leið sína út á land og sóttu heim stéttarbræður sína þar. — Tveir þeirra fóru til Akraness og ferðuðust um Borgarfjörð og Snæfellsnes. Tveir fóru til ísafjarðar og ferðust um Vest- firði. — Þrír fóru til Akureyrar og Húsavíkur og ferð- uðust um Þingeyjar- og Eyjafjarðarsýslur. Tveir fóru til Austurlands. Tveir fóru til Vestmannaeyja, og ennfrem- ur ferðuðust þeir um Rangárvallasýslu. — Gestirnir létu mjög vel yfir dvöl sinni, enda var þeim tekið af alúð og gestrisni. — Þeir komu til Reykjavíkur á ný 5.—6. ágúst. Að kvöldi 6. ágústs sátu kennararnir boð formanns Dana- félagsins í Reykjavík, hr. Lúðvíks Storr. — Kvöldið áður en þeir hurfu héðan, sátu þeir kvöld- boð fræðslumálastjóra, hr. Helga Elíassonar. 8. ágúst héldu þeir heimleiðis. Ég ber fram beztu þakkir vegna móttökunefndarainnar og kennarasamtakanna til allra, bæði einstaklinga og stofnana, er gerðu okkur kleift að taka á móti hinum dönsku stéttarbræðrum og gera þeim dvöl þeirra hér ánægj ulega.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.