Menntamál - 01.04.1958, Page 10
4
MENNTAMÁL
a6 menn og sýslan þeirra væri misjöfn. Hér skal eigi
farið nánar út í tillögur Jóns Sigurðssonar um skipan
skólamála hér á landi, en þess skal getið, að þangað má
rekja margt af því, sem síðar hefur verið framkvæmt.
IV.
Alþingi virðist ekki hafa látið barnafræðsluna til sín
taka fyrr en 1879, ef frá eru taldar umræður nokkrar um
barnaskóla í Reykjavík á þingunum 1847, 1853 og 1859.
Eina fyrirskipaða barnafræðslan til þess tíma var kennsla
í kristindómi og bóklestri. í konungsbréfi 2. júlí 1790 var
prestum, að viðlögðum sektum, bannað að ferma nokkurt
barn, án leyfis biskups, nema það væri nægilega læst á
bók. I konungsbréfinu segir: „Þá álízt barn fulllæst, er
það getur skýrt og viðstöðulítið lesið hverja prentaða bók
á máli landsins, t. d. sálma- og guðspjallabók o. s. frv.,
en eigi má þá leita uppi handa barninu þá vandastaði, er
jafnvel eldri almúgamönnum myndu þykja erfiðir."
Á þinginu 1879 komu samtímis fram tvö frumvörp um
barnafræðslu, þ. e. frv. „um skyldur presta og safnaða til
að kenna börnum að skrifa og reikna" og frv. til laga „um
uppfræðing barna“. Síðarnefnda frumvarpið gekk mun
lengra í námskröfum en hið fyrrnefnda. Umræður og
nefndarálit sýna, að þingmönnum var ljós nauðsyn lög-
gjafar um barnafræðslu. Árangurinn af þessu varð sá,
að samræmd voru að nokkru sjónarmið beggja frumvarp-
anna og samþykkt voru lög um uppfræðing barna í skrift
og reikningi, og voru þau staðfest hinn 9. janúar 1880.
Eftir þetta kemst allmikill skriður á skólamálin á Al-
þingi. Á flestum þingum frá 1881 til 1901 er ýmist komið
með tillögur um skipun nefndar til þess að undirbúa frum-
varp um fræðslu barna eða skólamál almennt eða lögð
fram frumvörp um þau efni. Umræður urðu alllangar um
þessi mál, er sýndu, að þingmönnum var ljós nauðsyn úr-
lausnar og endurbóta á þessu sviði, en greindi á um leið-