Menntamál - 01.04.1958, Síða 22

Menntamál - 01.04.1958, Síða 22
16 MENNTAMÁL plantna. Er því ekki vafi á, að hér hefur verið rétt að farið, og ætlunin er að halda slíkum námskeiðum áfram. Tvennt er þó nauðsynlegt í þessu sambandi, sem bæta þarf úr. Námskeiðin þurfa að standa eina viku og vera skyldunámsgrein, og svo verða nemendur að kunna meira í almennri grasafræði en nú er raun á. Ég hygg, að það sé fyrst og fremst fyrirkomulagi kennslunnar í skólanum um að kenna, hve margir nemendanna kunna lítið í þeirri fræðigrein, og er slíkt ekki einsdæmi um Kennaraskól- ann. Sama mun gilda um alla aðra skóla, þar sem grasa- fræði er kennd. Það er vægast sagt til skammar og skaða, hve sú fræðigrein er afrækt í skólum landsins. Ekki er nokkur vafi á, að það væri framtíð skógræktar á Islandi til bóta, ef kennarar í skólum landsins vildu leið- beina nemendum sínum í gróðursetningu trjáplantna og vekja skilning þeirra á þýðingu skógræktar. En hvorki kennarar né aðrir mega leggja svo að unglingunum, að þetta verði álitin þvingunarvinna, og þetta á einungis að vera kennsla, en ekki til þess að koma upp skógum. Þá verða kennarar að gera sér ljóst, að ekki er ráðlegt að sýsla við plöntun trjáa nema þar, sem skilyrði fyrir trjá- gróður eru sæmileg eða góð. En það er allt of víða hér á landi, að bæði skólar og samkomuhús hafa verið reist á slíkum berangri, að þar getur varla vaxið mosi, hvað þá meira. Á slíkum stöðum er mjög erfitt um vik. Nú starfa skógræktarfélög í öllum sýslum landsins nema tveim, og víða eru komnar deildir í hreppana. Þar ætti að vera auðvelt fyrir þá kennara, sem vilja sinna gróður- setningu, að hefja samvinnu við félögin og njóta aðstoðar þeirra. Héraðsskógræktarfélögin eru sum hver mjög at- hafnasöm og ekkert þeirra er svo aumt, að ekki megi hafa mikil not af þeim við alla trjáplöntun. En svo gæti líka skógræktarfélögum og deildum þeirra orðið það ómetan- legt gagn, ef áhugasamir kennarar vildu taka þátt í öllum störfum og stjórnum félaga eða deilda. íslenzkir kennarar hafa löngum reynzt liðtækir við alls konar menningarmál,

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.