Menntamál - 01.04.1958, Blaðsíða 12
6
MENNTAMÁL
landsins 1903—04, hlustaði á kennslu, athugaði skólahús
— þar sem þau voru —, stundatöflur, bókakost, menntun
og launakjör kennara, ræddi við kennara, presta og aðra,
er afskipti höfðu af barnafræðslunni. Hann gerði síðan
skýrslu um fræðslu barna og unglinga veturinn 1903—04
og greindi þar frá rannsóknum sínum. Var skýrslan birt
árið 1905. Þar er margs konar fróðleik að finna.
Hiklaust má telja, að mjög viturlega hafi það verið
ráðið á Alþingi að hafa þann hátt á undirbúningi frum-
varps til laga um almenna barnafræðslu, sem að framan
getur. Guðmundur Finnbogason sýndi það með störfum
sínum og ritum þeim, er hér hefur verið getið, að hann
hefur verið mikilvirkur, glöggur og hagsýnn skólamaður.
Enginn hafði ferðazt um allt landið til þess að kynnast
menntunarástandi þjóðarinnar, síðan þeir Harboe og Jón
Þorkelsson Skálholtsrektor ferðuðust hér um það bil 60 ár-
um áður en Guðmundur Finnbogason fór sína kynnisferð.
Áður voru það kóngurinn og kirkjan, sem ákváðu, hvað
gert skyldi í fræðslumálunum, nú var það Alþingi, Hið
íslenzka kennarafélag og fólkið sjálft, sem frumkvæði
hafði um þessi mál.
Á grundvelli athugana og þeirrar þekkingar, er Guð-
mundur Finnbogason hafði aflað sér á sviði skóla- og
menningarmála erlendis og hérlendis í nærfellt 4 ár, samdi
hann árið 1905 fyrir stjórnina „frumvarp til laga um
fræðslu barna og unglinga, með aðstæðum og athugasemd-
um“. Frumvarp þetta — ef að lögum yrði — átti að
tryggja öllum námshæfum 10—14 ára börnum fræðslu í
þeim greinum, sem þá þótti þörf á, að þau kynnu nokkur
skil á. Auk þeirra námsgreina, sem tilgreindar voru í áður-
greindu konungsbréfi frá 1790 og lögum frá 1880 — þ. e.
lestri, kristnum fræðum, skrift og reikningi — áttu börnin
að fá tilsögn í landafræði, sögu, náttúrufræði, söng og
fleiri greinum, ef ástæður leyfðu. Prófa skyldi árlega öll
10—14 ára börn, skilyrði sett fyrir styrkveitingum úr
landssjóði til skólahalds, ákvæði sett um, að Stjórnarráðið