Menntamál - 01.04.1958, Blaðsíða 46

Menntamál - 01.04.1958, Blaðsíða 46
40 MENNTAMÁL ar, að börnunum sé hjálpað, svo að hjálpin verði í sam- ræmi við starfsaðferðir skólans. En í 7 og 8 ára bekkjunum er þessu hagað nokkuð á annan veg. Þau börn fá, auk heimalesturs, að lesa mikið í bókaflokkum skólans. En auk þess mega þau hafa kjör- verkefni úr sínum eigin bókakosti heima. Þetta gerist með þeim hætti, að kennarinn leiðbeinir um val bókanna. Þær mega ekki vera barninu ofviða að orðfæri og efni. Reynslan sýnir, að þungt lesmál getur hrakið barnið af góðum grundvelli. Augnhreyfingar geta brenglazt, tal- færi fipast, öndun truflast, o. s. frv. En þetta eru fyrir- bæri, sem verða að vera í fullkomnu lagi sem grundvöllur fyrir góðum lestri. Jafnskjótt og barn hefur lesið einhverja kjörbók sína, fullvissar kennari sig um, að bókin hafi verið lesin, og færir nafn hennar, höfund og blaðsíðutal inn í sérstaka bók (opnu viðkomandi barns þar). Verður þetta mjög eftirsótt og kemur af stað keppni, aðallega þó við sjálfan sig. Get ég meira í dag en í gær? Er allfróðlegt að athuga slíkar bækur eftir veturinn. Kemur þá í ljós, að jafnvel sjö ára börn lesa bækur svo tugum skiptir. Allar þessar bækur eru að sjálfsögðu léttar, sumar að- eins örfáar blaðsíður. Er þetta mjög misjafnt eftir ein- staklingum. Sumir lesa ekkert auk þess, sem sett er fyrir heima, og eiga ekki að gera það. Hjá 8 ára börnunum er þetta svipað, nema að því leyti, að þar lesa börnin meira og þyngra efni. Við þetta vaknar löngun til samstarfs. Þannig lána börnin hvert öðru bækur. Reynt hefur verið að lofa börnunum að geyma eitthvað af bókum sínum um stundarsakir í skólanum, og mynda þannig í samein- ingu eins konar félagsbókasafn. Og þegar húsrúm skól- ans jókst, var komið fyrir skápum í öllum skólastofum í þessum tilgangi. Ég hygg mig hafa rétt að mæla, er ég segi, að við samkennararnir teljum þetta fyrirkomulag hafa gefið góða raun við lestrarnámið, einkum vegna duglegu barnanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.